Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Getum bætt við okkur 2-3 löggiltum fasteignasölum eða sölufulltrúum Við leitum að jákvæðum, sjálfstæðum, árangursdrifnum einstaklingum í fullt starf til að sinna fjörugum fasteignamarkaði. Menntun og hæfniskröfur • Brennandi áhugi og farsæl reynsla af sölu og þjónustu • Keppniskap og metnaður til að ná árangri • Hæfni í mannlegum samkiptum • Rík þjónustulund og nákvæmni í vinnubrögðum Ráðningar standa yfir núna. Sendið starfsferilsskrá á atvinna@domusnova.is Nýbýlavegi 8 - 200 Kópavogi Grétar Hannesson hdl., löggiltur fasteignasali The Embassy of Canada in Reykjavík is looking to hire an International Business Development & Public Affairs Officer For details regarding the position and the application process please visit our website at www.canada.is Skaginn hf. á Akranesi er leiðandi fyrirtæki í þróun, hönnun og smíði á búnaði fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirfarandi stöður vegna góðrar verkefnastöðu. Málmiðnaðarmenn • Rennismiði sem eru vanir að vinna við tölvustýrð tæki. • Málmiðnaðarmenn sem eru vanir að vinna úr ryðfríu stáli. • Aðstoðarmenn sem eru vanir að vinna úr ryðfríu stáli. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Svein R. Ingason verkstjóra í síma 896-0182 eða í netfangið svenni@skaginn.is. 3D - hönnuður • 3D - hönnuð sem hefur reynslu af 3D hönnun í Inventor. Starfið felst í hönnun á búnaði úr ryðfríu stáli fyrir matvælaiðnaðinn. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ingólf Árnason framkvæmdastjóra í síma 897-1403 eða í netfangið ingolfur@skaginn.is. Skaginn hf. | Bakkatúni 26, 300 Akranes | Sími: 430-2000 | www.skaginn.is Embætti héraðsdómara laust til setningar Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar, vegna leyfis skipaðs dómara. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með 17. febrúar 2014 til og með 31. desember 2014, eða hið fyrsta eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Áskilið er að í umsókn komi fram upplýsingar um 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi/núverandi yfir- menn/samstarfsmenn sem geta veitt bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf héraðsdómara. Með umsókn skal fylgja, eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum, er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu liggur fyrir. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og í pósthólfið postur@irr.is, eigi síðar en 10. janúar 2014. Innanríkisráðuneytinu, 23. desember 2013. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is www.hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.