Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 ✝ Guðrún Guð-jónsdóttir var fædd á Brekkum í Hvolhreppi, 16.3. 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrar- bakka, 15.12. 2013. Foreldrar hennar voru Guðjón Jón- geirsson, fæddur í Neðra-Dal, Vestur- Eyjafjöllum 29.5. 1863, d. 2.2. 1943, og Guðbjörg Guðnadóttir frá Skækli í Aust- ur-Landeyjum, f. 25.3. 1871, d. 6.8. 1961. Þau bjuggu á Brekk- um í Hvolhreppi. Guðrún var næst yngst níu systkina sem voru: Ingigerður, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984, Guðni, f. 11.6. 1898, d. 14.4. 1995, Katrín Jónína, f. 10.1. 1900, d. 21.5. 1954, Guðjón, f. 5.4. 1902, d. 20.9. 1985, Guðný, f. 4.5. 1905, d. 25.4. 1974, Anna, f. 13.3. 1907, d. 4.12. 1995, Björgvin Kristinn, f. 27.12. 1910, d. 16.10. 2003, Bogi Pétur, f. 5.11. 1919, d. 5.11. 1999. Guðrún átti einnig uppeldissystur sem hét Júlía, f. 4.7. 1914, d. 19.2. 1971. Árið 1934 kynntist Guð- rún fyrri manni sínum, Kristni Eyjólfi Vilmundarsyni frá Vest- mannaeyjum, f. 2.2. 1911, d. Eyjólfur, f. 23.12. 1957, á hann tvö börn og tvö barnabörn. Anna f. 3.10. 1961, á hún þrjú börn og þrjú barnabörn. Jón Rúnar, f. 20.8. 1963, er hann einnig fóstursonur Guðrúnar og Jóns seinni maka hennar. Á hann þrjú börn og eitt barna- barn. Guðmundur, f. 27.11. 1965, á hann fjögur börn og tvö barnabörn. Guðrún Ósk, f. 1.5. 1971, á hún tvö börn. 4. Sig- urður Einir, f. 30.9. 1939. Börn hans með Bergþóru Jónsdóttur, f. 28.9. 1945 eru: Jón Berg, f. 20.6. 1967, á hann þrjú börn og einn fósturson. Guðrún Kristín, f. 20.6. 1970, á hún þrjú börn. Þóra Sigríður, f. 2.11. 1979. Fósturdóttir Sigurðar Einis er Svandís, f. 2.12. 1965 og á hún þrjú börn. Sambýliskona Sig- urðar Einis er Erna Alberts- dóttir, f. 22.11. 1942. Árið 1956 kynnist Guðrún seinni manni sínum Þorbergi Jóni Þórarins- syni frá Stigprýði, f. 10.7. 1915, d. 1.2. 1998. Guðrún ólst upp með systkinum sínum á Brekk- um og sinnti þar heimilis og sveitastörfum. Hún var heima- vinnandi húsmóðir eftir að hún fluttist á Eyrarbakka og héldu þar lítinn búskap fyrst um sinn. Guðrún fluttist að dvalarheimili aldraðra, Sólvöllum, árið 1997 og bjó þar þar til hún lést. Útför Guðrúnar fer fram frá Eyrar- bakkakirkju laugardaginn 28. desember 2013 og hefst athöfn- in klukkan 14. 24.12. 1945. Hann var alinn upp á Arnarhóli í Vestur- Landeyjum. Þau hófu sinn búskap í Vestmannaeyjum árið 1936 og um vorið 1937 fluttu þau á Eyrarbakka og bjuggu á Skúm- stöðum. Börn þeirra eru: 1. Stúlka f. 7.12. 1936 og dáin sama dag, 2. Vilmundur Þórir f. 31.10. 1937. Börn hans og Hallberu Jónsdóttur, f. 4.11. 1941 eru: Kristinn Gunnar, f. 5.2. 1959, á hann fimm börn og tvö barnabörn. Jón Ólafur, f. 20.12. 1960, á hann þrjú börn, eitt fósturbarn og þrjú barna- börn. Valgeir, f. 24. 12. 1963, á hann 3 börn og eitt barnabarn. Indlaug, f. 4.7. 1968, á hún þrjú börn og tvö barnabörn. Þuríður, f. 31.1. 1976, á hún þrjú börn. Börn hans með Lísbet Sigurð- ardóttur, f. 15.11. 1948, eru: Guðný Ósk, f. 30.9. 1979, á hún tvö börn. Fóstursonur Rögn- valdur Kristinn, f. 2.6. 1970, á hann eitt barn. 3. Gunnbjörg Helga, f. 30.9. 1939, maki Gísli Anton Guðmundsson, f. 8.8. 1936. Börn þeirra eru: Kristinn Nú þegar ég sest hér niður með penna í hendi, til að minnast ömmu, kemur margt í hugann. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp með hana í nágrenn- inu, sem strákur á Bakkanum kom ég oft til þeirra ömmu og Jóns. Snemma tók ég eftir því hvað allt var í föstum skorðum. Ég kom inn, fór úr skónum frammi í gangi, amma hvarf inn í stofu, ég settist í bláa stólinn í horninu við vaskinn og beið, eftir smástund kom hún með eitthvað í hendinni sem ég ekki sá og seg- ir: „Kiddi minn, viltu ekki eitt- hvað að drekka?“ Ég gat nú ekki neitað því, hún seildist með höndina inn í ísskáp og náði í djús og sagði: „Fáðu þér nú glas í skápnum.“ Ég vissi nákvæm- lega hvar glasið var, hún hellti í það og sagði um leið og hún lét könnuna inn í skápinn aftur: „Fáðu þér svo flatköku eða brauð með kæfu“ og lét á borðið dallinn sem alltaf var í ísskápn- um. Ég fékk mér kæfubrauð og vissi að kæfan hennar ömmu var sú besta, þá sagði hún: „Fáðu þér flatköku líka.“ Þetta sagði hún til þess að dallinn gæti hún látið aftur inn í skápinn. Þarna var komin gamla nýtnin, sem vantar kannski hjá mörgum í dag, en þetta hét hjá henni að fara vel með. Svo röbbuðum við saman um heima og jafnvel geima, því amma var vel heima í mörgu og fylgdist vel með öllu sem gerðist á Bakkanum og víð- ar. Þegar ég svo kvaddi hana rétti hún mér nammimola sem hún var með í hendinni: „Settu þetta nú í vasann, Kiddi minn.“ Ég skildi þetta ekki fyrr en löngu seinna, hvernig hún gat verið með nammi svona allt í einu í hendinni. Síðan átti ég eft- ir að koma oft til ömmu á Skúms- staði, alltaf jafngaman að hitta hana og sjá hvað allt var í föstum skorðum; dúkkan á rúminu og ég kíkti stundum í skúffurnar í eld- húsinu á meðan amma fór inn í stofu, allt var á sínum stað. Svona var amma í bernskuminn- ingunni. Síðan þegar hún eldist fer hún á Sólvelli og er þar í mörg ár eins og margir vita, breytist þá margt hjá henni, þó ekki svo mikið, hún heldur uppteknum hætti, hefur allt í skorðum, les mikið og býr til eina og eina vísu eins og hún sagði oft, en við vitum að eru miklu fleiri. Mér fannst amma vera við- kvæm fyrir utanaðkomandi fréttum, einkum er það varðaði hennar nánustu, það var hennar ótrúlegu skynsemi að þakka að hún kannski táraðist og jafnvel grét fyrst eftir fréttirnar en náði svo yfirleitt jafnvægi aftur og gat, alla vega við mig, rætt af ró og yfirvegun um orðinn hlut. Áttum við margar góðar stundir saman, tvö ein, í herberginu hennar á Sólvöllum og ræddum margt sem fer ekki lengra að svo komnu máli. Mig langar að enda þessa minningu um ömmu og þakka henni fyrir að vera til staðar fyr- ir mig í gegn um lífið, með vísum eftir hana sjálfa, er hún sendi mér einu sinni og segir margt um viðhorf hennar til lífsins. Margt í huga mínum býr, mest um gamla daga. Þangað til að þessu snýr, en það er önnur saga. Hér á blaðið byrgt er grín, best sem engum leynist. Seinna þegar sólin skín, hlýtt það mörgum reynist. Oft er lífið öldum háð, hjá öðrum kannski birtir. Vonarglóð á veginn stráð, í vil það mörgum skiptir. Þinn sonarsonur, Kristinn Vilmundarson. Amma Gunna er dáin. Amma var orðin 100 ára en mjög ern og hafði stálminni. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana og hafði gott auga með afkomendum sínum. Það tekur okkur systur því sárt að missa elskulega ömmu okkar. Á slíkri stundu rifjast upp margar góðar minningar um sterka og reynslumikla konu. Það var ætíð skemmtilegt að koma í heimsókn til ömmu og afa Jóns í litla húsið þeirra, Skúmsstaði, þar var jafn- an vel tekið á móti okkur. Öllum var boðið beint inn í eldhús þar sem amma var búin að gera klárt fyrir komu gestanna. Amma var iðulega búin að baka brauð og smyrja með eggjum, gúrkum og tómötum og ekki má gleyma kæfunni hennar sem var ýmist smurt á rúgbrauð eða flatkökur. Þessu var hún svo búin að raða listilega á bakka. Fullorðna fólk- ið fékk kaffi en við börnin feng- um fernudrykk úr ísskápnum. Svo var setið og spjallað um heima og geima, í minningu barns var oftar en ekki farið inn á ættfræðina, frændi þinn þessi eða frænka þín hin. Nánast í dyragættinni á eldhúsinu tók afi Jón þátt í samræðunum þar sem hann sat á rúmstokknum á vand- lega uppábúnu rúmi þeirra ömmu og afa þar sem puntdúkk- an sat í miðjunni í fallegum kjól. En í litla húsinu þeirra var ekki mikið pláss og öllu var haganlega vel komið fyrir. Þegar við systur eltumst og fórum að fara sjálfar í heimsókn til ömmu plötuðum við hana stundum til að kíkja í bolla fyrir okkur, það þótti okkur afar spennandi og hún hafði lúmskt gaman af. Þetta gerðum við einn- ig í nokkur skipti eftir að amma flutti úr húsinu sínu á Sólvelli, þar sem hún bjó síðustu árin. Amma var ætíð mikil prjónakona og prjónaði mikið. Eftir hana liggur fjöldinn allur af peysum, sokkum, vettlingum og húfum sem við barnabörnin og barna- barnabörnin nutum góðs af. Eft- ir að amma hætti að geta prjónað fyrir nokkrum árum fékk hún stundum vinkonur til að prjóna fyrir sig sokka og hosur til að færa barnabarnabörnunum, síð- ast í sumar fengu yngstu dætur okkar systra hvor sitt parið. Okkur þótti afar vænt um þessar sendingu frá ömmu. Eftir að amma hætti að geta prjónað fór hún meira að lesa bækur og las mikið sér til dægrastyttingar. Einhverju sinni þegar við systur komum í heimsókn til ömmu á Sólvelli mættum við henni á nið- urleið, hún var að fara með bæk- ur til bókasafnsdömunnar sem var stödd í húsinu. Amma var með stóran haldapoka með bók- um í sem hún hafði lesið á tveim- ur vikum og var að fara að ná sér í nýjan skammt til að lesa næstu tvær vikurnar. Þetta þótti okkur frekar vel af sér vikið. Það verð- ur skrýtið að geta ekki hringt í ömmu eða komið við hjá henni og notið samvista við hana, lofað börnunum okkar að heimsækja ömmu löngu og fá brjóstsykurs- mola úr boxinu hennar. En mest af öllu eigum við eftir að sakna þess sem aldrei brást, það er að fá símtal frá ömmu Gunnu á af- mælisdaginn okkar. Elskuleg amma okkar, við kveðjum þig í dag með söknuði en þökkum þér jafnframt fyrir allar fallegu minningarnar sem við eigum um þig og getum yljað okkur við um ókomna tíð. Far þú í friði, elsku- lega amma. Þínar sonardætur, Þuríður Katrín og Indlaug Cassidy Vilmundardætur. Guðrún Guðjónsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Alúð • Virðing • Traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær faðir minn, bróðir og mágur, PÉTUR BJÖRNSSON rafvirki, Flatahrauni 7, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu mánudaginn 16. desember. Útför hans verður frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.00. Guðrún Birta Pétursdóttir, Ármann Björnsson, Stefanía Ingimundardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR JÓNSSON frá Fjósatungu, Bakkastöðum 165, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. desember. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.00 Hrefna Indriðadóttir, Indriði Jónsson, Laila Hannesdóttir, Helga Rósenkranz, Guðleif Jónsdóttir, Sigvaldi Steinar Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA ÁGÚSTSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar mánudaginn 23. desember. Útförin verður auglýst síðar. Helena Sigtryggsdóttir, Eiríkur Rósberg, Viðar Þorleifsson, Brynja Friðfinnsdóttir, Hólmfríður Guðrún Þorleifsdóttir, Ari Axel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR EINARSSON, Neðri-Hundadal, Dalasýslu, lést að morgni Þorláksmessu, 23. desember, að Silfurtúni í Búðardal. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Sveinsdóttir, Sigríður Hjartardóttir, Helgi Reynisson, Sigursteinn Hjartarson, María Guðmundsdóttir, Kristín Lára Hjartardóttir, Jóhann Hreggviðsson, Signý Harpa Hjartardóttir, Axel Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Stapagötu 13, Njarðvík, áður Sóltúni 10, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 23. desember. Útförin verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.00. Sigurbergur Sverrisson, Ólafía Sigurbergsdóttir, Gylfi Örn Ármannsson, Hafdís Sigurbergsdóttir, Björgvin Gunnlaugsson, Jóhann Sigurbergsson, Þórunn Sveinsdóttir, Guðmundur Sigurbergsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Kolbrún Sigurbergsdóttir, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Gísli Helgason, Sveindís Sigurbergsdóttir, Kristín Hansdóttir, Hjalti Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA KJARTANSDÓTTIR, Strikinu 10, lést á líknardeild LSH í Kópavogi þriðjudaginn 25. desember. Karl Guðmundsson, Þuríður Saga Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Unnur Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Óskarsson, Kjartan Ísak Guðmundsson, Erna Vigdís Ingólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, aðrir aðstandendur hinnar látnu. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RICHARD ÞÓRÓLFSSON, Brekkugötu 36, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 24. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 2. janúar kl. 13.30. Ally Aldís Lárusdóttir, Anna María Richardsdóttir, Wolfgang Frosti Sahr, Sæbjörg Richardsdóttir, Ólafur Magnússon, Áki Sebastian Frostason Sahr, Anne Belanant, Urður Steinunn Önnudóttir Sahr, Ernesto Camilo Valdés, Magnús Addi Ólafsson, Laura-Ann Murphy, Richard Helgi Ólafsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT HELENE BILLHARDT, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10 . desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Þór Bjarnason, Iðunn Lára Ólafsdóttir, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Kristján B. Einarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.