Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
Vetrarfegurð Hún er gul og hlý vetrarsólin þessa dagana og gleður marga með fegurð sinni. Þessi mynd var tekin seinni partinn í gær þar sem horft er til suðurs eftir Suðurgötu í Reykjavík.
Árni Sæberg
Á Seltjarnarnesi eru 92% íbúa
ánægð með búsetuskilyrði bæj-
arfélagsins, samkvæmt árlegri
þjónustukönnun sem Capacent
gerir meðal sveitarfélaga. Bær-
inn fær einkunnina 4,5 af 5
mögulegum og er þar með hæstu
einkunn af öllum sveitarfélögum
í landinu ásamt tveimur öðrum.
Þjónusta Seltjarnarness á heild-
ina litið út frá reynslu og áliti
íbúa nýtur verðskuldaðrar við-
urkenningar en þriðja árið í röð
er Seltjarnarnesbær með hæsta stigafjölda
meðal bæjarfélaga landsins og efst á listanum
á þessu ári. Á heildina litið trónir Seltjarn-
arnesbær í 1.-3. sæti í nánast öllum þrettán
þáttum könnunarinnar sem spurt var út í og á
metið í fimm þeirra. Þessi jákvæða niðurstaða
undirstrikar jákvætt viðhorf bæjarbúa til sam-
félagsþjónustunnar og er okkur hvatning að
halda áfram á sömu braut.
Barnafjölskyldur ánægðastar
Annað árið í röð er Seltjarnarnes í broddi
fylkingar þegar kemur að þjónustu bæjarins
við barnafjölskyldur. Börnin eru framtíðin og
því eru niðurstöður könnunarinnar gagnvart
þeim málaflokki okkur afar mikils virði. Fram
kemur að um 78% íbúa Seltjarnarness eru
ánægð með grunnskóla bæjarins og erum við
þar í 2. sæti meðal sveitarfélaga landsins.
Leikskólinn nýtur 85% ánægju meðal bæj-
arbúa og skipar Seltjarnarnes sér þar í
fremstu röð ásamt tveimur öðrum bæj-
arfélögum á landinu. Samkvæmt könnuninni
er um 91% bæjarbúa mjög ánægt með aðstöðu
til íþróttaiðkunar og er Seltjarnarnesbær þar í
öðru sæti á landsvísu.
Gæði umhverfis í hávegum höfð
Það kemur ef til vill ekki á óvart en Sel-
tjarnarnesbær stingur önnur
sveitarfélög af þegar kemur að
gæðum umhverfis og er þar með
hæstu einkunn á landsvísu annað
árið í röð.
Menningarmál fá góða umsögn
bæjarbúa en þar er bærinn með
næsthæstu einkunnina á landsvísu
og hvað varðar þjónustu við fatlaða þykir að-
eins eitt sveitarfélag á landinu standa Sel-
tjarnarnesi framar.
Eldri borgarar una hag sínum vel
Ánægja eldri Seltirninga með þjónustu bæj-
arins er sú mesta sem mælist á landinu annað
árið í röð og hefur aukist á milli ára. Niður-
staðan er okkur einkar ánægjuleg því bærinn
hefur kappkostað að skipuleggja nærþjónustu
við aldraða í samráði við þá sjálfa með það að
markmiði að aldraðir eigi þess kost að búa
sem lengst á eigin heimili. Það samræmist
einnig yfirlýstri stefnu félagasamtaka eldri
borgara.
Gott samstarf, betra samfélag
Bæjarstjórn og starfsmenn bæjarfélagsins
leggja sig fram um að hlusta eftir því hvaða
þjónusta skipti máli fyrir bæjarbúa. Að baki
þeirri aðferðafræði liggur sú sannfæring okkar
að samstarfið skili sér í betra samfélagi og
hagkvæmari rekstri.
Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að Nesið
verði áfram leiðandi í skóla-, æskulýðs- og
íþróttastarfi á landsvísu, þar sem lögð er
áhersla á jöfn tækifæri, árangur og vellíðan.
Eftir Ásgerði
Halldórsdóttur
» Ánægja eldri Sel-
tirninga með þjón-
ustu bæjarins er sú
mesta sem mælist á
landinu
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri Seltjarnarness.
Seltirningar ánægðir
með bæjarfélagið
Markverð þáttaskil eru hjá
íslensku þjóðinni um þessi
áramót. Hallalaus fjárlög hafa
verið afgreidd og nýir kjara-
samningar um aukinn kaup-
mátt undirritaðir á vinnu-
markaði. Umskipti hafa orðið
á hinu pólitíska sviði. Þeir
flokkar sem sigruðu í kosn-
ingunum mynduðu ríkisstjórn
og þess sér nú merki að nýir
valdhafar eru teknir við. Meg-
inkosningaloforð stjórn-
arflokkanna eru komin í farveg. Stórátak
er að hefjast til að lækka húsnæðisskuldir
heimilanna sem forsendubrestur hefur
hækkað upp úr öllu valdi. Fundin hefur
verið farsæl leið til þessa átaks, með því
að tvinna saman þau úrræði sem stjórn-
arflokkarnir hafa barist fyrir.
Öryggisnetið þétt
Fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í
haust tók verulegum breytingum í með-
ferð Alþingis án þess að hverfa frá meg-
inákvörðuninni um hallalaus fjárlög. Fjór-
um milljörðum er aukið við til
heilbrigðismála og með því bætt úr brýn-
um vanda Landspítalans og jafnframt
leyst úr vanda heilbrigðisstofnana víða um
land. Sex þúsund milljóna framlag bætist
við Almannatryggingar og gengur það til
að efna fyrirheit úr kosningabaráttunni
um að rétta hlut aldraðra og öryrkja.
Þannig erum við að þétta öryggisnetið og
bæta skerðingar frá hruninu. Þá er fé lagt
til ýmissa verkefna sem höfðu orðið út-
undan við upphaflegu frumvarpsgerðina.
Forgangsröðun
Miklar umræður spunnust um ýmsar
tilfærslur vegna forgangsröðunar verk-
efna. Nokkur skerðing verður hjá Rík-
isútvarpinu. Því var mætt af stjórnendum
þess með fækkun starfsfólks á rás eitt.
Ekki var fækkað í yfirstjórn
né á rás tvö eins og búast
hefði mátt við. Þrátt fyrir
fækkun á rás eitt er
óbreyttri dagskrá haldið þar
úti að mestu leyti. Vaxtabæt-
ur eru skertar nokkuð hjá
þeim sem hafa hæstar tekjur.
Framlag til þróunarmála er
fært til svipaðs hlutfalls af
þjóðartekjum og var fyrir
tveimur árum. Með vaxandi
þjóðartekjum er ekki víst að
um skerðingu verði að ræða.
Vafalaust er hægt að spara í
yfirstjórn Þróunarsamvinnustofnunar eins
og víða.
Skattalækkanir
Skattar á meðaltekjur verða lækkaðir
nokkuð og er það að hluta til að greiða
fyrir kjarasamningum. Það að kjarasamn-
ingar tókust er þjóðfélaginu mjög dýr-
mætt. Umræða var um að hækka persónu-
afslátt. Það er mjög dýr aðgerð þótt ekki
sé nema um þúsund króna lækkun á ein-
stakling að ræða, auk þess gengur hækk-
un persónuafsláttar upp allan tekjustig-
ann og óþarfi er að lækka skatta á
auðmenn. Daginn er tekið að lengja og
það er líka að birta til í þjóðfélaginu. Fyr-
ir hönd þingflokks Framsóknarflokksins
færi ég landsmönnum öllum árnaðaróskir.
Megi komandi ár verða okkur farsælt.
Eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur
»Daginn er tekið að lengja
og það er líka að birta til í
þjóðfélaginu. Fyrir hönd
þingflokks Framsóknar-
flokksins færi ég lands-
mönnum öllum árnaðaróskir.
Sigrún
Magnúsdóttir
Höfundur er þingflokksformaður
Framsóknarflokksins.
Þjóð á tímamótum