Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
Takk fyrir viðskiptin á liðnu ári
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Fyrir þá sem
elska hönnun
Tilboð á
rúðuþurrkum
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is
Með h
verju
m tve
imur
trico
rúðuþ
urrku
m
fylgja
5 lítra
r af
Vaski
rúðuv
ökva
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Mikið álag er jafnan á hjálparsíma
Rauða krossins yfir hátíðirnar og
rúmlega 200 sinnum var hringt í
hjálparsímann frá Þorláksmessu að
öðrum degi jóla að sögn Hjálmars
Karlssonar, verkefnastjóra Hjálp-
arsíma Rauða krossins.
Hann segir helsta álagstímann
hefjast í nóvember þegar fólk fari
að kvíða jólunum og hann standi yf-
ir til febrúarmánaðar þegar reikn-
ingar vegna jólainnkaupa byrja að
berast. „Fjölmargir fara að kvíða
jólunum í nóvember, þá vegna fjár-
hagsáhyggja eða félagslegrar ein-
angrunar og einmanaleika eða
vegna áfengisneyslu hjá ástvinum.
Síðan eftir áramót kemur gjarnan
kvíði og vanlíðan vegna reikninga
og skulda sem tengjast hátíðar-
höldunum,“ segir Hjálmar.
„Þeir sem eiga við áfengis- og
vímuefnavandamál að stríða virðast
hafa tilhneigingu til þess að falla á
þessum tíma, þá hjálpar skamm-
degið ekki til þegar fólk glímir við
þunglyndi. Við finnum fyrir gífur-
legum mun á sumrin og á veturna.“
Hjálparsíminn stóð fyrir sér-
stöku átaksverkefni undir yfir-
skriftinni „Finnur þú fyrir jóla-
kvíða?“ á dögunum 16.-23.
desember þar sem vakin var at-
hygli á starfseminni í von um að
þeir sem ættu um sárt að binda yf-
ir hátíðirnar hefðu samband og
segir Hjálmar að hringingum hafi
fjölgað stórlega meðan á því stóð.
„Í nóvember voru jólin farin að
blandast inn í svo margar samræð-
ur og því fannst okkur borðleggj-
andi að vera með þetta átak og
vekja þannig athygli á okkur. Það
er ömurlegt að vera einn um jólin
og enginn á að þurfa þess,“ segir
hann.
Stuðningur og upplýsingaveita
Starfsmenn hjálparlínunnar veita
þeim sem hringja bæði sálrænan
stuðning og virka hlustun auk þess
að vísa þeim áfram og veita upplýs-
ingar um þau úrræði sem í boði eru
í þjóðfélaginu.
Hjálmar segir fólk á öllum aldri
og úr öllum landshlutum hafa sam-
band auk þess sem ákveðinn hópur
fólks hringi mjög reglulega. Hjálp-
arsíminn, 1717, er gjaldfrjáls, opinn
allan sólarhringinn og birtist það
ekki á símreikningi að hringt hafi
verið í númerið. Þá er fyllsta trún-
aðar gætt um öll samtöl.
Margir leita hjálpar yfir hátíðirnar
Flestir hringja í hjálparsíma Rauða krossins yfir hátíðirnar Fjölmargir eru með fjárhagsáhyggjur
og einmana um jólin Um 200 sinnum var hringt í hjálparsímann frá Þorláksmessu að öðrum degi jóla
Morgunblaðið/Golli
Jólakvíði Fjölmargir finna fyrir miklum kvíða þegar jólin fara að nálgast
vegna mikilla fjárútláta sem þeim fylgja eða félagslegrar einangrunar.
Íslensku jólasveinarnir fengu um
150 bréf víðs vegar að úr heiminum
fyrir jólin og helsta óskin að þessu
sinni var að fá tölvur og tölvuleiki í
jólagjöf, að sögn Guðrúnar Bryn-
leifsdóttur, framkvæmdastjóra Mý-
vatnsstofu og talsmanns jólasvein-
anna í Dimmuborgum.
Samkvæmt sérstökum samningi
áframsendir Pósturinn öll bréf og
kort til jólasveinsins á Íslandi til Mý-
vatnsstofu, sem sér um, með aðstoð
jólasveinanna í Dimmuborgum, að
svara þeim bréfum, sem merkt eru
sendanda. Fyrir nokkrum árum bár-
ust hátt í 400 bréf fyrir jólin, í fyrra
voru þau um 80 og nú bárust um 150
bréf fyrir jól.
Guðrún segir að töluvert hafi bor-
ið á kortum frá Bandaríkjunum,
Bretlandi og Japan að þessu sinni.
„Yfirleitt fylgir óskalisti,“ segir hún.
Stúlkur vilji gjarnan fá dúkkur en
almennt hafi tölvur og tölvuleikir
verið efst á óskalistanum. Íslensku
börnin skeri sig úr. Þau sendi ekki
eins mörg kort og erlendu börnin en
sendi sérstaklega jólasveinunum í
Dimmuborgum. Erlendu börnin
þekki hins vegar ekki sérstaklega
jólasveinana í Dimmuborgum heldur
sendi bara jólasveininum á Íslandi.
Að sögn Guðrúnar safna sumir
bréfum frá jólasveininum. Í því sam-
bandi bendir hún á að frönsk fjöl-
skylda hafi sent kort og spurt hvort
jólasveinninn á Íslandi vissi um fleiri
heimilisföng jólasveina. Jólasvein-
arnir svara ekki beint óskalistum
heldur þakka fyrir kortin og segja
frá sér í máli og myndum. „Þetta er
töluverð vinna,“ segir Guðrún.
Biðja helst um
tölvur og tölvuleiki
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Jólasveinn Þvörusleikir á Hallar-
flöt í Dimmuborgum.
Mikið álag var í
gær og fram á
kvöld á bráða-
móttöku Land-
spítalans í Foss-
vogi. Margir
hafa þurft að
leita þangað
vegna slysa og
veikinda og get-
ur biðtíminn því verið langur.
Á þetta er bent á Facebook-síðu
Landspítalans. Allir sem leita á
bráðamóttökuna eru frumskoðaðir
með tilliti til forgangsröðunar,
þannig að þeir sem eru veikastir fá
þjónustu fyrst. Því getur verið að
þeir sem leita til móttökunnar
vegna minniháttar veikinda eða
áverka þurfi að bíða í einhvern
tíma áður en þeir komast að, þegar
álagið er mikið.
Á Facebook-síðu Landspítalans
er bent á að hægt er að snúa sér til
Læknavaktarinnar á Smáratorgi
vegna almennra veikinda.
Mikið álag á bráða-
móttöku Landspít-
alans í Fossvogi