Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 52
Lágmark að geta hnerrað Morgunblaðið/RAX Ævintýraheimur Einar Rúnar Sigurðsson við Fossahelli. Munni hellisins er mjög þröngur og skríða þarf inn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Íshellar eru magnað fyrirbrigði í náttúrunni. Sannkallaður ævintýra- heimur þegar best lætur. Það þekkja fáir Íslendingar líklega betur en Ein- ar Rúnar Sigurðsson, fjallaleiðsögu- maður hjá Öræfaferðum, sem um árabil hefur skipulagt skoðunarferðir í slíka hella. Á myndinni hér til hliðar stendur Einar við munnann að Fossahelli sem hann uppgötvaði í Vatnajökli í haust. Íshellar koma og fara og Einar gerir síður ráð fyrir að Fossahellir verði aðgengilegur að ári. Þannig er annar hellir á svipuðum slóðum, sem Einar heimsótti reglulega síðasta vetur, nú horfinn. Mikið er um íshella í jöklinum og um þessar mundir veit Einar um eina tuttugu sem eru aðgengilegir, mis- jafnlega tilkomumiklir auðvitað. „Það eru engir hellar síðan í fyrra en sem betur fer koma yfirleitt aðrir í stað- inn. Ég fer vítt og breitt til að leita að hellum á haustin.“ Gefur hellunum nöfn Ekki er þó sjálfgefið að hægt verði að skoða íshella í Vatnajökli að ári enda aðgengi og öryggið inni í hellun- um mjög mismunandi. „Það er lág- mark að maður geti hnerrað þarna inni,“ segir Einar hlæjandi. Einar gefur hellunum gjarnan nöfn og af öðrum sem njóta hylli á þessum vetri má nefna Undirvatnshelli, Kristallshelli, Ljósgangahelli og Kaffi latte-helli. Beðinn að útskýra nafn þess seinasta segir Einar: „Það blasir við. Áin sem rennur út úr honum er eins og kaffi latte á litinn.“ Íshellavertíðin hefst í nóvember og stendur út mars. Þá vinna starfs- menn Öræfaferða sex daga vikunnar. Ekki er skynsamlegt að vitja íshella á öðrum tímum vegna hrunhættu og varar Einar fólk beinlínis við því. Slík áhætta geti og hafi kostað mannslíf. „Það er stórhættulegt að fara inn í ís- helli að sumarlagi og helst ættu menn ekki að gera það fyrr en í nóvember. Ég brýni fyrir fólki að leita ekki bara til leiðsögumanna heldur heimaleið- sögumanna, það er að segja fólks sem vant er að fara í þessa íshella. Það get- ur verið dagamunur á aðgengi og suma daga hreinlega ekki hægt að komast í suma hella. Það veltur á veðri og vindum. Þetta er allt annað en að ganga á jökul. Þú verður hálfpartinn að búa í íshellum til að geta boðið við- skiptavinum þangað með þér.“ MMargt býr í ísnum »Tímamót  Einar Rúnar Sigurðsson, fjallaleiðsögumaður hjá Öræfaferðum, segir færri en vilja komast að í skoðunarferðir í íshella í Vatnajökli  Mikill ævintýraheimur LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hópnauðgað á aðfangadagskvöld 2. Feðgar létust við köfun 3. Flýja Facebook vegna mömmu 4. 30 milljarða gjaldþrot Stapa  Gagnrýnandi breska blaðsins The Observer eignar Kjartani Sveinssyni tónskáldi eina helstu myndlistarupp- lifun ársins sem er að líða, hið trega- fulla tónverk sem blásarar fluttu á báti Ragnars Kjartanssonar, S.S. Hangover, á Feneyjatvíæringnum. Morgunblaðið/Kristinn Verk Kjartans ein helsta upplifunin  Kvartett söng- konunnar Stínu Ágúst kemur fram annað kvöld á djasskvöldi Kex hostels við Skúla- götu 28 í Reykja- vík. Auk Stínu skipa kvartettinn Árni Heiðar Karls- son á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Kvartettinn mun flytja væmna standarda úr amerísku söng- bókinni í bland við hressandi dægur- lög, eins og því er lýst í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Kvartett Stínu djassar á Kex hosteli  Hljómsveitirnar Moses Hightower, Ylja og Snorri Helgason halda hátíðartónleika í kvöld kl. 21 í Gamla bíói. Hljómsveitirnar verða í hátíðar- búningi og lofa einstakri upplifun, að því er segir á miða- söluvefnum Miði.is. Því sé líklegt að eitt eða tvö jóla- lög verði leikin í bland við lög hljóm- sveitanna. Moses Hightower, Ylja og Snorri FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 og éljagangur fyrir norðan og austan, léttskýjað sunn- an heiða. Austlægari seint í kvöld á SV-verðu landinu og snjókoma. Frost 0 til 5 stig. Á sunnudag Vaxandi austanátt og dálítil snjókoma S- og V-lands, 10-20 m/s síðdegis, hvassast syðst. Mun hægari vindur og bjart veður á N- og A-landi. Frost 2 til 18 stig. Á mánudag Austan 13-20 m/s, dregur heldur úr vindi síðdegis. Slydda eða rigning S- lands, snjókoma á A-verðu landinu en dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig. Keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú hálfnuð. Mikil spenna er á toppnum og aðeins mun- ar þremur stigum á fjórum efstu lið- unum. Ekki er langt í nokkur lið sem ekki hafa sagt sitt síðasta í keppninni um enska meistaratitilinn. Um ára- mótin verður félagsskiptaglugginn opnaður og ljóst þykir að mörg félög ætla að krækja sér í liðsstyrk. »4 Félagsskiptaglugginn opnaður um áramót „Manni líður auðvitað bara yndislega og gleðin er mikil á heimilinu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, marka- drottningin úr Vest- mannaeyjum, í viðtali við Morgunblaðið en hún til- kynnti það á öðrum degi jóla að hún ber barn undir belti. Margrét þarf því að taka sér frí frá bolt- anum en stefnir að endurkomu. »1 Margrét Lára ekki hætt í boltanum Hver verður íþróttamaður ársins 2013? Svarið við því fæst í kvöld en þá verður lýst kjöri á íþróttamanni ársins. Þetta verður í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir kjörinu en í fyrra varð hand- boltamað- urinn Aron Pálmarsson fyrir valinu. »2-3 Kjöri á íþróttamanni ársins lýst í kvöld Öræfaferðir kallast Local Guide of Vatnajökull á ensku og fagnar fyr- irtækið tuttugu ára starfsafmæli í vor. Þann tíma hefur Einar ekki unnið við annað. Nú starfa bæði sonur hans og tengdadóttir með honum. Ekki vantar verkefnin. „Við erum yfirbókuð, ég lendi stundum í því að hafna tveimur til þremur fyrirspurnum á dag.“ Hafnar mörgum fyrirspurnum FAGNAR TUTTUGU ÁRA STARFSAFMÆLI Í VOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.