Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Össur Skarphéðinsson fer mik-inn þessa dagana gegn rík- isstjórninni sem hann sjálfur sat í þægur og prúður allt síðasta kjör- tímabil. Nú segir hann frá því að hann hafi alls ekki verið þægur heldur þvert á móti óþægur og viljað allt aðra stefnu en þá sem hann studdi í rúm fjögur ár.    Hann harmar aðvinstristjórnin skuli ekki hafa tekið á málum skuldugra heimila og kennir fyrrverandi „þunga- vigt beggja flokk- anna í ríkisfjár- málum“ um aðgerðarleysið, en hann sjálfur hafi viljað fara svipaða leið og núverandi stjórnvöld.    En það er ekki nóg með að hannkvarti undan fyrrverandi „þungavigt“ í báðum flokkum held- ur beinir hann einnig spjótum að núverandi forystu eigin flokks.    Hann hafnar því í viðtali viðMorgunblaðið að afstaða flokksins í ESB-málum hafi nokkuð með fylgishrunið að gera en kennir því þess í stað um að flokkurinn hafi orðið „viðskila við kjósendur sína“ undir lok kjörtímabilsins „og í kosningabaráttunni“.    Það var að sögn Össurar allt ann-ar bragur á flokknum þegar hann sjálfur sat við stjórnvölinn og dró upp „sjókort af leið Íslands inn í framtíðina“ og talaði ekki um neitt annað.    Mikið hlýtur að vera gaman fyr-ir fyrrverandi og núverandi formenn flokksins að hlusta á hetjusögur Össurar. Össur Skarphéðinsson Allt annar Össur STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 30.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 2 rigning Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló -2 slydda Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 7 skúrir Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 skýjað London 10 léttskýjað París 6 skúrir Amsterdam 6 skýjað Hamborg 3 heiðskírt Berlín 2 heiðskírt Vín 5 skýjað Moskva 2 skýjað Algarve 13 heiðskírt Madríd 7 heiðskírt Barcelona 11 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 skúrir Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -33 upplýsingar bárust ek Montreal -16 léttskýjað New York 6 alskýjað Chicago -13 skýjað Orlando 15 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:42 ÍSAFJÖRÐUR 12:04 15:09 SIGLUFJÖRÐUR 11:49 14:50 DJÚPIVOGUR 10:59 15:03 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Opið í dag kl. 10-12 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Fararstjóri: Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir 2. - 14.mars Balí -hugur, líkamiogsál Hiti, hamingja og ótrúleg litadýrð bíður okkar í þessari heilsuferð til Balí, þar sem lögð verður áhersla á að næra líkama og sál. Jóga við sólarupprás, gönguferðir, skoðunarferðir, köfun og endalaus náttúrufegurð. Verð: 349.800 kr. á mann í tvíbýli. Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið, sem nýtt verður sem leikmuna- geymsla, var tekin í notkun þann 20. desember síðastliðinn. Geymslan kemur til með að spara Þjóðleikhús- inu fjármuni auk þess að auka tekju- möguleika þess, að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins. Viðbyggingin er um 150 fermetrar og stendur fyrir aftan Þjóðleikhúsið við Lindargötu. Gólfflötur geymslunnar er í sömu hæð og Stóra sviðið með stóru hurðargati inn í að- albygginguna, sem auðveldar flutninga stórra leikmynda inn á Stóra sviðið. Þá er eftir að setja upp lyftu í viðbyggingunni, sem kemur til með að ganga niður í kjallara leik- hússins, þar sem smíðaverkstæðið er staðsett. „Þegar Þjóðleikhúsið var hannað var meira um leiktjöld í leiksýningum, þá voru almennt ekki stórar leikmyndir og því var ekki gert ráð fyrir miklu geymsluplássi. Plássleysið hefur komið niður á sýningum okkar þar sem við höfum einfaldlega þurft að hætta sýningum fyrir fullu húsi til þess að rýma fyrir leikmyndum nýrri sýninga. Við hefðum til dæmis gjarnan viljað sýna Dýrin í Hálsaskógi lengur, þar var alltaf fullt upp í rjáfur, en við þurftum hins vegar að nýta geymsluplássið fyrir leikmyndir nýrri sýninga,“ segir Ari. Þá segir hann hagræði vera fólgið í því að þurfa ekki að taka leikmyndir niður í jafn litlar einingar áður en þær eru settar í geymsluna, þar sem það kosti bæði mannskap og tíma. Teiknistofa Garðars Halldórs- sonar hannaði viðbygginguna sam- kvæmt samningi við Íslenska aðal- verktaka, en verksamningurinn hljóðaði upp á 57 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðleikhúsið Guðjón Samúelsson hannaði Þjóðleikhúsið, sem var vígt þann 20. apríl 1950. Nýja viðbyggingin er við aftanvert leikhúsið. Þörf viðbygging við Þjóðleikhúsið  Ný leikmunageymsla tekin í notkun lýsingar bárust ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.