Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Össur Skarphéðinsson fer mik-inn þessa dagana gegn rík- isstjórninni sem hann sjálfur sat í þægur og prúður allt síðasta kjör- tímabil. Nú segir hann frá því að hann hafi alls ekki verið þægur heldur þvert á móti óþægur og viljað allt aðra stefnu en þá sem hann studdi í rúm fjögur ár.    Hann harmar aðvinstristjórnin skuli ekki hafa tekið á málum skuldugra heimila og kennir fyrrverandi „þunga- vigt beggja flokk- anna í ríkisfjár- málum“ um aðgerðarleysið, en hann sjálfur hafi viljað fara svipaða leið og núverandi stjórnvöld.    En það er ekki nóg með að hannkvarti undan fyrrverandi „þungavigt“ í báðum flokkum held- ur beinir hann einnig spjótum að núverandi forystu eigin flokks.    Hann hafnar því í viðtali viðMorgunblaðið að afstaða flokksins í ESB-málum hafi nokkuð með fylgishrunið að gera en kennir því þess í stað um að flokkurinn hafi orðið „viðskila við kjósendur sína“ undir lok kjörtímabilsins „og í kosningabaráttunni“.    Það var að sögn Össurar allt ann-ar bragur á flokknum þegar hann sjálfur sat við stjórnvölinn og dró upp „sjókort af leið Íslands inn í framtíðina“ og talaði ekki um neitt annað.    Mikið hlýtur að vera gaman fyr-ir fyrrverandi og núverandi formenn flokksins að hlusta á hetjusögur Össurar. Össur Skarphéðinsson Allt annar Össur STAKSTEINAR Árni Páll Árnason Veður víða um heim 30.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 2 rigning Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló -2 slydda Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 7 skúrir Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 skýjað London 10 léttskýjað París 6 skúrir Amsterdam 6 skýjað Hamborg 3 heiðskírt Berlín 2 heiðskírt Vín 5 skýjað Moskva 2 skýjað Algarve 13 heiðskírt Madríd 7 heiðskírt Barcelona 11 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 skúrir Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -33 upplýsingar bárust ek Montreal -16 léttskýjað New York 6 alskýjað Chicago -13 skýjað Orlando 15 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:21 15:42 ÍSAFJÖRÐUR 12:04 15:09 SIGLUFJÖRÐUR 11:49 14:50 DJÚPIVOGUR 10:59 15:03 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Opið í dag kl. 10-12 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Fararstjóri: Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir 2. - 14.mars Balí -hugur, líkamiogsál Hiti, hamingja og ótrúleg litadýrð bíður okkar í þessari heilsuferð til Balí, þar sem lögð verður áhersla á að næra líkama og sál. Jóga við sólarupprás, gönguferðir, skoðunarferðir, köfun og endalaus náttúrufegurð. Verð: 349.800 kr. á mann í tvíbýli. Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið, sem nýtt verður sem leikmuna- geymsla, var tekin í notkun þann 20. desember síðastliðinn. Geymslan kemur til með að spara Þjóðleikhús- inu fjármuni auk þess að auka tekju- möguleika þess, að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins. Viðbyggingin er um 150 fermetrar og stendur fyrir aftan Þjóðleikhúsið við Lindargötu. Gólfflötur geymslunnar er í sömu hæð og Stóra sviðið með stóru hurðargati inn í að- albygginguna, sem auðveldar flutninga stórra leikmynda inn á Stóra sviðið. Þá er eftir að setja upp lyftu í viðbyggingunni, sem kemur til með að ganga niður í kjallara leik- hússins, þar sem smíðaverkstæðið er staðsett. „Þegar Þjóðleikhúsið var hannað var meira um leiktjöld í leiksýningum, þá voru almennt ekki stórar leikmyndir og því var ekki gert ráð fyrir miklu geymsluplássi. Plássleysið hefur komið niður á sýningum okkar þar sem við höfum einfaldlega þurft að hætta sýningum fyrir fullu húsi til þess að rýma fyrir leikmyndum nýrri sýninga. Við hefðum til dæmis gjarnan viljað sýna Dýrin í Hálsaskógi lengur, þar var alltaf fullt upp í rjáfur, en við þurftum hins vegar að nýta geymsluplássið fyrir leikmyndir nýrri sýninga,“ segir Ari. Þá segir hann hagræði vera fólgið í því að þurfa ekki að taka leikmyndir niður í jafn litlar einingar áður en þær eru settar í geymsluna, þar sem það kosti bæði mannskap og tíma. Teiknistofa Garðars Halldórs- sonar hannaði viðbygginguna sam- kvæmt samningi við Íslenska aðal- verktaka, en verksamningurinn hljóðaði upp á 57 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðleikhúsið Guðjón Samúelsson hannaði Þjóðleikhúsið, sem var vígt þann 20. apríl 1950. Nýja viðbyggingin er við aftanvert leikhúsið. Þörf viðbygging við Þjóðleikhúsið  Ný leikmunageymsla tekin í notkun lýsingar bárust ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.