Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 16
Farsæld á komandi árum Aflstöðin við Búðarháls er nýjasta vatnsaflsstöð Íslendinga. Hún verður gangsett snemma árs 2014 og mun vinna um 585 GWst af rafmagni inn á orku- kerfi landsmanna. Með Búðar- hálsstöð er virkjað áður ónýtt 40metra fall á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu á meðan nei- kvæðum umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki. Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisinser að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Framundan eru spennandi áskoranir við að móta framtíð íslenskrar orkuvinnslu. Við óskum landsmönnum farsældar á komandi árum og þökkum fyrir gifturíkt samstarf á árinu sem er að líða. www.landsvirkjun.is Byggingu vatnsaflsstöðvar fylgir rask og því er mikilvægt að skoða þegar í upphafi hvort mögulegir virkjanakostir séu ásættanlegir frá sjónarmiði umhverfisverndar, hagkvæmir og tæknilega leysanlegir. Eftir að framkvæmdum er lokið og rekstur hafinn er raforka úr vatnsafli þó líklega hreinasta orka sem völ er á. Búðarhálsstöð skapar veruleg verðmæti með því að fullnýta fall vatns frá Hrauneyjafossi að Sultartangalóni. Við byggingu hennar voru eldri efnisnámur endurnýttar og flest mann- virki eru neðanjarðar. Á nýju ári verður unnið að frágangi og uppgræðslu með það að mark- miði að ný aflstöð við Búðarháls verði okkur öllum til sóma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.