Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni, sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c- og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans. Floradix er jurtablanda sem hjálpar til við að auka járnmagnið í blóðinu, án aukefna. Ertu slöpp? Getur verið að þig vanti járn? fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík, Selfossi og Barðanum Skútuvogi Nú þegar veturinn er genginn í garð munu langar frostnætur reyna Tudor er hannaður til þess að þola það álag sem slíkar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Tudor - betra start! Betra start fyrir þig og þína Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frystitogarinn Þór HF kom til heimahafnar í Hafnarfirði klukkan sjö að morgni 18. desember síðast- liðinn samkvæmt áætlun. Áhöfnin gekk þá frá borði í síðasta sinn því öllum hafði verið sagt upp. Á liðnu vori kom fram í fréttum að áhöfn- inni hefði verið sagt upp störfum frá og með haustinu. Þorvaldur Svavarsson, fyrrverandi skipstjóri á Þór HF, sagði að hann hefði fengið að vita frá útgerðinni að kvöldi 17. desember að nú væri þetta „bara búið“. „Svona er þetta. Tuttugu og fjög- urra ára starf farið,“ sagði Þorvald- ur. Hann byrjaði hjá Stálskipum ehf. 2. janúar 1990 sem 2. stýrimað- ur á Ými HF. Eftir það fór hann á Rán HF og svo á Þór HF árið 2002 og hefur verið skipstjóri frá árinu 2003. Um borð í Þór HF var 26 manna áhöfn og með mönnum í landi voru 40 sjómenn á togaranum. „Þetta er svaka högg. Þetta er síð- asti togarinn í Hafnarfirði,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að flestir í áhöfninni ættu að baki langan starfsaldur hjá útgerðinni og væru margir á fimm- tugs- og sextugsaldri. Hann sagði að atvinnuhorfurnar fyrir tog- arasjómenn væru ekki góðar. „Þetta er örugglega bara búið,“ sagði Þorvaldur. Hann var ekki bjartsýnn á að sjómennirnir af Þór HF fengju pláss á íslenskum tog- urum. Íslenskum togarasjómönnum fækki hratt þessa dagana. „Nú fer maður bara að gera eitt- hvað annað,“ sagði Þorvaldur. Útgerðarfélagið Stálskip ehf. hef- ur borgað hæstu meðallaunin hér á landi undanfarin ár, samkvæmt samantektum Frjálsrar verslunar. Meðallaun hjá fyrirtækinu voru um 23 milljónir fyrir hvert ársverk í fyrra líkt og árið 2011 en tæplega 21 milljón árið 2010. Valborg Óskarsdóttir, hjá Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar, sagði að atvinnuástand á meðal sjómanna þar í bæ væri slæmt. „Áður fyrr var þetta útgerðarbær en hann er það ekki lengur. Sjómönnum hefur fækkað með hverju ári,“ sagði Val- borg. Hún segir að nokkrir sjó- menn séu á atvinnuleysisskrá í Hafnarfirði. Úthlutað aflamark Þórs HF í upphafi yfirstandandi fiskveiðiárs var 4.792 þorskígildistonn. Þorsk- kvóti skipsins er 1.360 tonn, karfi/ gullkarfi 1.656 tonn, djúpkarfi 388 tonn, ufsi 756 tonn og minna af öðr- um tegundum. Stálskip ehf. vildi ekki tjá sig neitt um málið þegar haft var sam- band við fyrirtækið í gær. 40 sjómenn á Þór HF missa plássin  Áhöfnin gekk frá borði í síðasta sinn 18. desember sl.  Þór HF eini togarinn sem gerður er út frá Hafnarfirði  Erfiðar atvinnuhorfur hjá togarasjómönnum  Sjómönnum fækkar með hverju ári Morgunblaðið/Eggert Togarinn Þór HF Útgerð skipsins hefur gengið vel en nú er komið að tímamótum og áhöfnin farin í land. Togaraútgerð Íslendinga hófst í Hafnarfirði þegar fyrsti tog- arinn í eigu Íslendinga, Coot, kom þar til hafnar 6. mars 1905. Frystitogarinn Þór HF-4 hefur verið eini togarinn sem gerður hefur verið út frá Hafnarfirði undanfarin ár. Stálskip ehf., út- gerð Þórs HF, hefur verið á með- al hæstu gjaldenda opinberra gjalda árum saman. Því er næsta ljóst að Hafnarfjarð- arbær verður af miklum tekjum hætti félagið útgerð. Á síðustu öld var starfrækt Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sem gerði út marga togara. Þeir báru nöfn mánaðanna, m.a. Apríl, Maí, Júní, Júlí og Ágúst. Fyr- irtækið var rekið með miklum halla og ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1986 að leggja bæjarútgerðina niður og selja eigur hennar. Þór HF eini togarinn nú Coot var fyrsti íslenski togarinn. TOGARAÚTGERÐ ÍSLEND- INGA HÓFST Í HAFNARFIRÐI Inga Marianne Ólafs- son, hjúkrunarfræð- ingur, lést 28. desem- ber, 77 ára að aldri. Hún fæddist 20. des- ember árið 1936 í Stokkhólmi. Foreldrar hennar voru Gunnar Falk, lögreglustjóri og síðar framkvæmda- stjóri VOLVO í Sví- þjóð, og Alma Eng- lund, síðar Andersson, húsmæðrakennari. Fósturfaðir hennar var Sigvard Andersson. Inga lauk hjúkr- unarfræðinámi frá Sjuksköter- skolan í Eskiltuna. Eftir að hún fluttist til Íslands starfaði Inga við Landakotsspítala árin 1976-82, var skóla- hjúkrunarfræðingur við Hagaskóla 1983- 2000 og starfaði við hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði frá 1982-2000. Auk þess tók hún virkan þátt í starfi Sænska félags- ins á Íslandi. Hún giftist Ólafi Ólafssyni, fv. land- lækni, árið 1960. Sam- an eiga þau fimm börn; Ástu Sólveigu, Ingibjörgu, Bjarna Ólaf, Pál og Gunnar Alexander. Fyrir átti Ólafur tvo syni; Ólaf og Grím. Andlát Inga Marianne Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.