Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 24

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Það er allt gott að frétta úr Kol- grafafirði, ef marka má Guðrúnu Lilju Arnórsdóttur, bónda á Eiði í Grundarfirði, en súrefnismettun í firðinum hefur verið um 80% og enga dauða síld að sjá. „Undanfarið hefur verið vindur. Það virðist haldast í hendur, ef það er vindur þá er meira súrefni,“ segir Guðrún. Hún segist alsæl með stöðu mála en hún geti ekki hugsað sér að horfa aftur upp á síldardauða í firðinum. Engir bátar hafa verið við veiðar í Kolgrafafirði milli jóla og nýárs en heimamenn hafa orðið varir mikið dýralíf. „Það er gífurlegt fuglalíf og mikið af sel og á Þor- láksmessu sáum við höfrungahópa inni á firðinum,“ segir Guðrún. „Þeir eru kannski aðeins að hræra í síldinni og fá sér í jólamatinn,“ seg- ir hún. Mikið súrefni og líf í Kolgrafafirði Síld Góð súrefnismettun er í firðinum. ryðja leiðina hingað, en sveit- arfélagið og Mjólkursam- salan hafa þó stundum hlaupið undir bagga og látið moka því á Lambavatni, sem er einn þriggja bæja sem hér er í byggð, er framleidd mjólk sem þarf að sækja. Ég veit samt ekki hvernig þau mál munu þróast. Það sem kannski stendur upp úr núna er rafmagnsleysið; hér sló allt út þrisvar sinnum yfir jólin, meðal annars á aðfangadagskvöld sem þó hafði ákveðinn sjarma.“ Á Ströndum er ófært úr Bjarn- arfirði norður í Djúpavík, það er leiðin undir Balafjöllum, fyrir Kal- bakshorn og yfir Veiðileysuháls. Þæfingur og allt stopp „Hér hefur snjóað og það skefur svo fólk fer hvergi. Leiðin var rudd um helgina svo fólk gat kom- ist leiðar sinnar í þæfingi. Nú er allt stopp og næsti snjómokst- ursdagur er 3. janúar og verður ekki mokað meira næstu vikur,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, hót- elstjóri í Djúpavík, þar sem búa ellefu manns. Þessu fylgir að ófært er landleiðina í Árneshrepp á Ströndum. Ekki var flugfært á Gjögur í gær, en hjá Erni sem flýgur þangað verður staðan metin nú í morgunsárið. Gjögursflug er svo aftur á áætlun 3. janúar. En svo er líka til fólk sem fer út fyrir bæinn um áramótin sér til gamans. Um 25 manna hópur frá Útivist fór inn í Bása á Goðalandi á sunnudaginn og verður þar fram yfir áramót. „Ferðin inn eftir var talsvert slark; krapi í ám og tals- verður nýfallinn snjór og auk þess hafði dregið í skafla. Lagt var af stað inneftir á rútu, en til þess að ná í áfangastað þurfti jeppa,“ seg- ir Skúli Skúlason, framkvæmda- stjóri Útivistar. Hann segir Úti- vistarfólkið í Básum munu gera ýmislegt sér til gamans, enda hafa svona ferðir alltaf yfir sér ákveð- inn ævintýrasvip. Hápunkturinn sé væntanlega í kvöld, en þá verði farin blysför að bálkesti á svæðinu og árið 2013 brennt út – rétt eins og vera ber. Fengu lækni, prest, rjómann og Moggann með flugvélinni  Rysjótt tíð og ófærð víða  Rauðasandur einangraður  Margir eru í Básum Ljósm/Daníel Friðriksson Flug Eftir nokkurra daga stopp biðu margir eftir því að komast frá Grímsey til fastalandsins og fjöldi eyjarskeggja mætti á völlinn, enda fylgir því alltaf ákveðin stemning þegar vélar Norlandair koma í eyjuna á heimskautsbaug. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Loksins var flugfært og við feng- um allt sem þurfti. Hér var stopp- að í tvo tíma og á meðan gátu bæði læknirinn og presturinn lok- ið sínum skyldustörfum. Jóla- messan var jú aðeins með seinni skipunum og þeir sem voru veikir fengu aðstoð. Hér rættist úr öllu,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir í Grímsey. Fær í flestan sjó Ótíð og rysjótt veðrátta hafa sett strik í reikninginn víða úti um land að undanförnu. Vegna þessa féllu síðustu ferðir ferj- unnar Sæfara og flug Norlandair fyrir jólin niður. Á sunnudag varð aftur flugfært og Sæfari kom í gær. „Við sáum ferjuna skríða út úr höfninni rétt í þessu,“ sagði Ragnhildur. „Og nú erum við fær í flestan sjó, búin að fá brauð, rjóma, mjólk, síðustu jólakortin og auðvitað Moggann,“ segir Ragnhildur. Fluginu á sunnudaginn fylgdu kaflaskil, en það var síðasta ferð Daníels Friðrikssonar sem lengi hefur starfað hjá Norlandair en fer nú til nýrra starfa. Segir Ragnhildur eyjarskeggja sjá mik- ið eftir Daníel, sem hafi reynst þeim vel eins og raunar aðrir flugmenn. Skersfjall er kolófært Ófært hefur verið frá Patreks- firði yfir á Rauðasand, það er yfir Skersfjall og niður Bjarngötudal, alveg síðan á Þorláksmessu. Fram að því var hægt að komast þessa leið á öflugum jeppum en nú er kolófært. „Við erum ýmsu vön, en vissulega er þetta bagalegt,“ segir Ástþór Skúlason, bóndi á Mela- nesi. „Vegagerðin lætur ekki Ástþór Skúlason Nokkuð hefur borið á því að blaðberar Morg- unblaðsins hafi dottið og meitt sig í hálku við út- burðinn síðast- liðnar vikur og hafa að minnsta kosti tveir bein- brotnað. „Blaðberarnir hafa verið að tala um að fólk salti eða sandi kannski tröppurnar við hús sín en oft á tíðum sé það innkeyrslan eða aðkoman að húsinu sjálfu sem er slæm,“ segir Friðjón Fannar Her- mannsson, starfsmaður dreifing- ardeildar. Hann segir að í mikilli hálku dugi mannbroddarnir sem blaðberarnir fá ekki til og hvetur fólk til að huga að aðkomu að hús- um sínum, til dæmis við fjölbýli, þar sem stór plön eru fyrir framan og fleiri en ein leið að dyrum. Íbúar hugi að öryggi blaðbera í hálkunni Þeir sem ekki hafa fengið nóg af búðarápi eftir jólin geta tekið gleði sína yfir því að útsölur hefjast víðast hvar á næstu dögum þar sem hægt verður að gera góð kaup á vörum á lækkuðu verði. Útsölur í Kringlunni hefjast formlega þann 2. janúar næst- komandi, þó lokað verði í ein- hverjum verslunum fram eftir degi vegna talningar. Þá hafa nokkrar verslanir í Kringlunni þegar hafið útsölurnar. Útsölulok verða í lok janúar og þar á eftir tekur við götu- markaður, þar sem vörur verða með enn frekari afslætti. Í Smáralind hefjast útsölurnar einnig þann 2. janúar og standa yfir út janúarmánuð. Útsölurnar eru þó þegar hafnar í nokkrum verslunum. Í miðborginni er ekki samræmi á milli verslana hvenær útsölur hefjast, þó flestar hefjist þær skömmu eftir áramót, þegar hinn almenni skilafrestur á jólagjöfum er liðinn. sunnasaem@mbl.is Útsölur hefjast á næstu dögum Morgunblaðið/Golli Útsölur Oft er hægt að gera kjarakaup á útsölum. www.birkiaska.is Birkilauf-Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.