Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Það er allt gott að frétta úr Kol- grafafirði, ef marka má Guðrúnu Lilju Arnórsdóttur, bónda á Eiði í Grundarfirði, en súrefnismettun í firðinum hefur verið um 80% og enga dauða síld að sjá. „Undanfarið hefur verið vindur. Það virðist haldast í hendur, ef það er vindur þá er meira súrefni,“ segir Guðrún. Hún segist alsæl með stöðu mála en hún geti ekki hugsað sér að horfa aftur upp á síldardauða í firðinum. Engir bátar hafa verið við veiðar í Kolgrafafirði milli jóla og nýárs en heimamenn hafa orðið varir mikið dýralíf. „Það er gífurlegt fuglalíf og mikið af sel og á Þor- láksmessu sáum við höfrungahópa inni á firðinum,“ segir Guðrún. „Þeir eru kannski aðeins að hræra í síldinni og fá sér í jólamatinn,“ seg- ir hún. Mikið súrefni og líf í Kolgrafafirði Síld Góð súrefnismettun er í firðinum. ryðja leiðina hingað, en sveit- arfélagið og Mjólkursam- salan hafa þó stundum hlaupið undir bagga og látið moka því á Lambavatni, sem er einn þriggja bæja sem hér er í byggð, er framleidd mjólk sem þarf að sækja. Ég veit samt ekki hvernig þau mál munu þróast. Það sem kannski stendur upp úr núna er rafmagnsleysið; hér sló allt út þrisvar sinnum yfir jólin, meðal annars á aðfangadagskvöld sem þó hafði ákveðinn sjarma.“ Á Ströndum er ófært úr Bjarn- arfirði norður í Djúpavík, það er leiðin undir Balafjöllum, fyrir Kal- bakshorn og yfir Veiðileysuháls. Þæfingur og allt stopp „Hér hefur snjóað og það skefur svo fólk fer hvergi. Leiðin var rudd um helgina svo fólk gat kom- ist leiðar sinnar í þæfingi. Nú er allt stopp og næsti snjómokst- ursdagur er 3. janúar og verður ekki mokað meira næstu vikur,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, hót- elstjóri í Djúpavík, þar sem búa ellefu manns. Þessu fylgir að ófært er landleiðina í Árneshrepp á Ströndum. Ekki var flugfært á Gjögur í gær, en hjá Erni sem flýgur þangað verður staðan metin nú í morgunsárið. Gjögursflug er svo aftur á áætlun 3. janúar. En svo er líka til fólk sem fer út fyrir bæinn um áramótin sér til gamans. Um 25 manna hópur frá Útivist fór inn í Bása á Goðalandi á sunnudaginn og verður þar fram yfir áramót. „Ferðin inn eftir var talsvert slark; krapi í ám og tals- verður nýfallinn snjór og auk þess hafði dregið í skafla. Lagt var af stað inneftir á rútu, en til þess að ná í áfangastað þurfti jeppa,“ seg- ir Skúli Skúlason, framkvæmda- stjóri Útivistar. Hann segir Úti- vistarfólkið í Básum munu gera ýmislegt sér til gamans, enda hafa svona ferðir alltaf yfir sér ákveð- inn ævintýrasvip. Hápunkturinn sé væntanlega í kvöld, en þá verði farin blysför að bálkesti á svæðinu og árið 2013 brennt út – rétt eins og vera ber. Fengu lækni, prest, rjómann og Moggann með flugvélinni  Rysjótt tíð og ófærð víða  Rauðasandur einangraður  Margir eru í Básum Ljósm/Daníel Friðriksson Flug Eftir nokkurra daga stopp biðu margir eftir því að komast frá Grímsey til fastalandsins og fjöldi eyjarskeggja mætti á völlinn, enda fylgir því alltaf ákveðin stemning þegar vélar Norlandair koma í eyjuna á heimskautsbaug. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Loksins var flugfært og við feng- um allt sem þurfti. Hér var stopp- að í tvo tíma og á meðan gátu bæði læknirinn og presturinn lok- ið sínum skyldustörfum. Jóla- messan var jú aðeins með seinni skipunum og þeir sem voru veikir fengu aðstoð. Hér rættist úr öllu,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir í Grímsey. Fær í flestan sjó Ótíð og rysjótt veðrátta hafa sett strik í reikninginn víða úti um land að undanförnu. Vegna þessa féllu síðustu ferðir ferj- unnar Sæfara og flug Norlandair fyrir jólin niður. Á sunnudag varð aftur flugfært og Sæfari kom í gær. „Við sáum ferjuna skríða út úr höfninni rétt í þessu,“ sagði Ragnhildur. „Og nú erum við fær í flestan sjó, búin að fá brauð, rjóma, mjólk, síðustu jólakortin og auðvitað Moggann,“ segir Ragnhildur. Fluginu á sunnudaginn fylgdu kaflaskil, en það var síðasta ferð Daníels Friðrikssonar sem lengi hefur starfað hjá Norlandair en fer nú til nýrra starfa. Segir Ragnhildur eyjarskeggja sjá mik- ið eftir Daníel, sem hafi reynst þeim vel eins og raunar aðrir flugmenn. Skersfjall er kolófært Ófært hefur verið frá Patreks- firði yfir á Rauðasand, það er yfir Skersfjall og niður Bjarngötudal, alveg síðan á Þorláksmessu. Fram að því var hægt að komast þessa leið á öflugum jeppum en nú er kolófært. „Við erum ýmsu vön, en vissulega er þetta bagalegt,“ segir Ástþór Skúlason, bóndi á Mela- nesi. „Vegagerðin lætur ekki Ástþór Skúlason Nokkuð hefur borið á því að blaðberar Morg- unblaðsins hafi dottið og meitt sig í hálku við út- burðinn síðast- liðnar vikur og hafa að minnsta kosti tveir bein- brotnað. „Blaðberarnir hafa verið að tala um að fólk salti eða sandi kannski tröppurnar við hús sín en oft á tíðum sé það innkeyrslan eða aðkoman að húsinu sjálfu sem er slæm,“ segir Friðjón Fannar Her- mannsson, starfsmaður dreifing- ardeildar. Hann segir að í mikilli hálku dugi mannbroddarnir sem blaðberarnir fá ekki til og hvetur fólk til að huga að aðkomu að hús- um sínum, til dæmis við fjölbýli, þar sem stór plön eru fyrir framan og fleiri en ein leið að dyrum. Íbúar hugi að öryggi blaðbera í hálkunni Þeir sem ekki hafa fengið nóg af búðarápi eftir jólin geta tekið gleði sína yfir því að útsölur hefjast víðast hvar á næstu dögum þar sem hægt verður að gera góð kaup á vörum á lækkuðu verði. Útsölur í Kringlunni hefjast formlega þann 2. janúar næst- komandi, þó lokað verði í ein- hverjum verslunum fram eftir degi vegna talningar. Þá hafa nokkrar verslanir í Kringlunni þegar hafið útsölurnar. Útsölulok verða í lok janúar og þar á eftir tekur við götu- markaður, þar sem vörur verða með enn frekari afslætti. Í Smáralind hefjast útsölurnar einnig þann 2. janúar og standa yfir út janúarmánuð. Útsölurnar eru þó þegar hafnar í nokkrum verslunum. Í miðborginni er ekki samræmi á milli verslana hvenær útsölur hefjast, þó flestar hefjist þær skömmu eftir áramót, þegar hinn almenni skilafrestur á jólagjöfum er liðinn. sunnasaem@mbl.is Útsölur hefjast á næstu dögum Morgunblaðið/Golli Útsölur Oft er hægt að gera kjarakaup á útsölum. www.birkiaska.is Birkilauf-Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.