Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 27

Morgunblaðið - 31.12.2013, Page 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 • Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 66 73 2 11 /1 3 VIÐ ERUM Á VAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN Við erum til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. StarfsfólkOrkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og ylum hátíðarnar. Gleðilega hátíð.Íslandsbankitekur þátt í sam-bankaláni tilnorska skipa- félagsins Havila til að endur- fjármagna fjög- ur skip félags- ins. Sambankalánið sem Íslandsbanki tekur þátt í er að upphæð 475 milljónir norskra króna eða um níu milljarðar ís- lenskra króna, segir í tilkynningu. Umsjónaraðili sambankalánsins var SpareBank1 SMN í Noregi og verður láninu ráðstafað til að end- urfjármagna fjögur skip Havila, sem þjónusta olíuiðnaðinn. Norska skipafélagið Havila er eitt af leiðandi félögum í þjónustu við olíuiðnaðinn á hafi. Sam- stæðan á og rekur 27 þjón- ustuskip, er með höfuðstöðvar í Fosnavaag í Noregi og með skrif- stofur í Brasilíu og Asíu. Velta Havila fyrstu þrjá ársfjórðungana var um 21,5 milljarðar íslenskra króna. 9 millj- arða sam- bankalán  Íslandsbanki lánar til norsks fyrirtækis Björgvin Guð- mundsson hættir sem ritstjóri Við- skiptablaðsins um áramót. Bjarni Ólafsson, blaðamaður á Viðskipta- blaðinu, tekur tímabundið við ritstjórn þess. Björgvin hefur ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni al- mannatengli keypt rekstur al- mannatengslafyrirtækisins KOM. Þeir munu taka við rekstri fyrir- tækisins af stofnandanum Jóni Há- koni Magnússyni. Jón Hákon mun starfa áfram hjá KOM við ráðgjöf og vera stjórnar- formaður fyrirtækisins. Engar breytingar verða á starfsliði fyrir- tækisins aðrar en þær að Björgvin og Friðjón ganga til liðs við fyrir- tækið, segir í tilkynningu. Friðjón hefur á undanförnum ár- um starfað sem almannatengill en hefur jafnframt verið aðstoðar- maður Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins. Taka við rekstri KOM  Björgvin hættir sem ritstjóri Björgvin Guðmundsson Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Þrír fjölmiðlar sem fjalla um við- skipti hafa hver um sig valið mann ársins í íslensku viðskiptalífi. Handhafar Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins í ár eru sam- starfsmennirnir Andri Þór Guð- mundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarsson, stjórnarformað- ur fyrirtækisins, en þeir keyptu Öl- gerðina skömmu fyrir hrun. Í tíma- riti Viðskiptablaðsins, Áramótum, sem kom út í gær, segir að þeir hafi stýrt fyrirtækinu í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu við gríðarlega erfiðar aðstæður og tek- ist á sama tíma að auka markaðs- hlutdeild fyrirtækisins á miklum samkeppnismarkaði. Dómnefnd Frjálsrar verslunar valdi Grím Sæmundsen, lækni og forstjóra Bláa Lónsins, sem mann ársins í íslensku atvinnulífi. Í til- kynningu segir að hann hljóti þenn- an heiður fyrir framsækni, nýjungar í ferðaþjónustu, arðbæran rekstur til góðs fyrir íslenskt samfélag, fag- mennsku, stórhug og útsjónarsemi sem gert hafi Bláa Lónið að ein- stæðu fyrirtæki í heiminum. Dómnefndar Markaðar Frétta- blaðsins valdi Þorstein Baldur Frið- riksson, framkvæmdastjóra leikja- fyrirtækisins Plain Vanilla, sem mann ársins. Í umfjöllun Markaðar- ins segir að síðustu mánuðir hafi verið rússíbanareið fyrir Þorstein. Fyrir tæpum tveimur árum var Pla- in Vanilla nálægt gjaldþroti en er nú með einn vinsælasta tölvuleik í heimi fyrir spjaldtölvur og snjall- síma. Nýverið var gefið út nýtt hlutafé sem nemur 2,5 milljörðum króna. Viðskiptablaðið valdi jafnframt Plain Vanilla sem frumkvöðul árs- ins. Það var stofnað fyrir þremur árum. Þorsteinn segir í viðtali í Ára- mótum, tímariti Viðskiptablaðsins, að þrátt fyrir mikinn vöxt eigi fyr- irtækið mikið inni. Stefnt sé að því að spurningaleikurinn QuizUp komi út fyrir Android-stýrikerfið eftir áramótin, þ.e. í janúar á nýju ári. Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdastjóri Þorsteinn B. Friðriksson, hjá Plain Vanilla. Fjölmiðlar völdu viðskiptamenn ársins  Viðskiptablaðið og Markaðurinn horfðu til árangurs leikjafyrirtækisins Plain Vanilla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.