Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.12.2013, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 • Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 66 73 2 11 /1 3 VIÐ ERUM Á VAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN Við erum til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. StarfsfólkOrkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og ylum hátíðarnar. Gleðilega hátíð.Íslandsbankitekur þátt í sam-bankaláni tilnorska skipa- félagsins Havila til að endur- fjármagna fjög- ur skip félags- ins. Sambankalánið sem Íslandsbanki tekur þátt í er að upphæð 475 milljónir norskra króna eða um níu milljarðar ís- lenskra króna, segir í tilkynningu. Umsjónaraðili sambankalánsins var SpareBank1 SMN í Noregi og verður láninu ráðstafað til að end- urfjármagna fjögur skip Havila, sem þjónusta olíuiðnaðinn. Norska skipafélagið Havila er eitt af leiðandi félögum í þjónustu við olíuiðnaðinn á hafi. Sam- stæðan á og rekur 27 þjón- ustuskip, er með höfuðstöðvar í Fosnavaag í Noregi og með skrif- stofur í Brasilíu og Asíu. Velta Havila fyrstu þrjá ársfjórðungana var um 21,5 milljarðar íslenskra króna. 9 millj- arða sam- bankalán  Íslandsbanki lánar til norsks fyrirtækis Björgvin Guð- mundsson hættir sem ritstjóri Við- skiptablaðsins um áramót. Bjarni Ólafsson, blaðamaður á Viðskipta- blaðinu, tekur tímabundið við ritstjórn þess. Björgvin hefur ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni al- mannatengli keypt rekstur al- mannatengslafyrirtækisins KOM. Þeir munu taka við rekstri fyrir- tækisins af stofnandanum Jóni Há- koni Magnússyni. Jón Hákon mun starfa áfram hjá KOM við ráðgjöf og vera stjórnar- formaður fyrirtækisins. Engar breytingar verða á starfsliði fyrir- tækisins aðrar en þær að Björgvin og Friðjón ganga til liðs við fyrir- tækið, segir í tilkynningu. Friðjón hefur á undanförnum ár- um starfað sem almannatengill en hefur jafnframt verið aðstoðar- maður Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins. Taka við rekstri KOM  Björgvin hættir sem ritstjóri Björgvin Guðmundsson Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Þrír fjölmiðlar sem fjalla um við- skipti hafa hver um sig valið mann ársins í íslensku viðskiptalífi. Handhafar Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins í ár eru sam- starfsmennirnir Andri Þór Guð- mundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarsson, stjórnarformað- ur fyrirtækisins, en þeir keyptu Öl- gerðina skömmu fyrir hrun. Í tíma- riti Viðskiptablaðsins, Áramótum, sem kom út í gær, segir að þeir hafi stýrt fyrirtækinu í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu við gríðarlega erfiðar aðstæður og tek- ist á sama tíma að auka markaðs- hlutdeild fyrirtækisins á miklum samkeppnismarkaði. Dómnefnd Frjálsrar verslunar valdi Grím Sæmundsen, lækni og forstjóra Bláa Lónsins, sem mann ársins í íslensku atvinnulífi. Í til- kynningu segir að hann hljóti þenn- an heiður fyrir framsækni, nýjungar í ferðaþjónustu, arðbæran rekstur til góðs fyrir íslenskt samfélag, fag- mennsku, stórhug og útsjónarsemi sem gert hafi Bláa Lónið að ein- stæðu fyrirtæki í heiminum. Dómnefndar Markaðar Frétta- blaðsins valdi Þorstein Baldur Frið- riksson, framkvæmdastjóra leikja- fyrirtækisins Plain Vanilla, sem mann ársins. Í umfjöllun Markaðar- ins segir að síðustu mánuðir hafi verið rússíbanareið fyrir Þorstein. Fyrir tæpum tveimur árum var Pla- in Vanilla nálægt gjaldþroti en er nú með einn vinsælasta tölvuleik í heimi fyrir spjaldtölvur og snjall- síma. Nýverið var gefið út nýtt hlutafé sem nemur 2,5 milljörðum króna. Viðskiptablaðið valdi jafnframt Plain Vanilla sem frumkvöðul árs- ins. Það var stofnað fyrir þremur árum. Þorsteinn segir í viðtali í Ára- mótum, tímariti Viðskiptablaðsins, að þrátt fyrir mikinn vöxt eigi fyr- irtækið mikið inni. Stefnt sé að því að spurningaleikurinn QuizUp komi út fyrir Android-stýrikerfið eftir áramótin, þ.e. í janúar á nýju ári. Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdastjóri Þorsteinn B. Friðriksson, hjá Plain Vanilla. Fjölmiðlar völdu viðskiptamenn ársins  Viðskiptablaðið og Markaðurinn horfðu til árangurs leikjafyrirtækisins Plain Vanilla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.