Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.01.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2014 „Vanabindandi akstursánægja“ Ford Focus. 5 dyra frá 3.490.000 kr. Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins, tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr. öllum Ford Focus í janúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak. ford.is Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Viltu vita meira um Ford Focus? Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum ogmeðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þúmeðmeð lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Station frá 3.640.000 kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eigendur Geysissvæðisins í Hauka- dal segja þá afstöðu ríkisins, sem á þriðjungshlut í Geysissvæðinu á móti eigendum Landeigendafélags Geysis ehf., að innheimta aðgöngu- gjalds að svæðinu sé óheimil, engu breyta um fyrirætlanir sínar. „Við höldum okkar striki og erum ósammála sjónarmiðum embættis- manna í umhverfisráðuneytinu um að gjaldtaka sé andstæð lögum. Þetta er hins vegar eigendamál og við erum ekki í skoðanaskiptum við embættismenn. En það þarf tvo til þegar tveir deila,“ segir Garðar Ei- ríksson, talsmaður landeigenda. Rétturinn er ekki skýr Geysissvæðið er óskipt sameign en þó er 2,3 ha. svæði í kringum fjóra hveri talið séreign ríkisins, sem fyrirvari er þó um af hálfu eigenda einnar hjáleigunnar í Geysistorfunni svonefndu. Allt vatn og hitaréttindi eru hins vegar óskipt sameign. Segir Garðar að réttur ríkisins í málinu sé því ekki skýr. „Kjarni málsins er sá að við sem eigum jarðir á þessu svæði förum með 2/3 hluta í svæðinu en ríkið þriðjung. Er þar með í minnihluta og ræður því ekki ferð- inni,“ segir Garðar. Hann segir ekki liggja fyrir hve miklum fjármunum aðgangseyrir inn á svæðið geti skil- að. Talsvert þurfi þó til, svo fjár- magna megi nauðsynlegar umhverf- isbætur á svæðinu og ráða um það bil 10 manns til starfa við landvörslu. „Hið opinbera er svifaseint í öllu svona og ég tel ríkisvæðingu á ferða- mannastöðum almennt ekki eftir- sóknarverða. Geysissvæðið liggur undir skemmdum vegna álags og því þurfum við að fara af stað strax í sumar.“ Landeigendur fari sér hægt Samtök ferðaþjónustunnar vilja að landeigendur á einstaka svæðun- um og náttúrperlum fari sér hægt og hefji ekki innheimtu aðgöngugjalda fyrr en heildstæð lausn og útfærsla á málinu er fundin. Er þar meðal annars vísað til Geysismálsins. „Við teljum að bæði betra og skynsamlegra sé að erlendir ferða- menn sem koma til landsins kaupi til dæmis náttúrpassa sem gildi sem aðgöngumiði á alla helstu staði. Sú leið er einfaldari og hagkvæmari, en að menn fari að setja upp rukkunar- skúra hver á sínum stað,“segir Árni Gunnarsson, formaður SAF. Verði náttúrpassinn að veruleika gætu töluverðir fjármunir náðst í hús, þó að ekki hafi verið metið hver upphæðin gæti orðið. Í starfi sam- ráðshóps um náttúrupassann segir Árni ferðaþjónustufólk hafa lagt áherslu á að þessir peningar fara ekki í ríkissjóð og verði útdeilt það- an. Skynsamlegra sé að setja á lagg- irnar til dæmis sjálfseignar- stofnun sem hefði með umsýsluna að gera. Yrði fjármunum svo ráðstafað eftir ein- hverjum reglum. Þær hafa hins vegar ekki verið mótaðar, en ein- hverskonar millileið þar sem miðað yrði við gestafjölda og umhverf- isálag kæmi til greina, að sögn Árna. Segja ríkið ekki ráða ferðinni  Landeigendur við Geysi halda sínu striki  Deilt við embættismenn  Ferðaþjónustan vill heild- stæða lausn og útfærslu  Peningar sem náttúrupassinn myndi skila renni til sjálfseignarstofnunar Morgunblaðið/Kristinn Geysir Hverasvæðið í Haukadal er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og álagið er mikið. Nauðsynlegar umhverfisbætur eru nauðsynlegar en hvort þær skuli fjármagna með aðgöngugjaldi eða á annan veg er umdeilt. „Ég skil vel óþolinmæði land- eigenda á fjölsóttum ferða- mannastöðum, sem kalla eftir því að hafist verði handa um framkvæmdir en hafa þurft að bíða vegna fjárskorts. Hins vegar hefði ég talið heppi- legra að fólk sameinaðist um einhverja eina leið, eins og til dæmis náttúrupassa. Ég er ekki hrifinn af því að reistir verði rukkunarskúrar við allar helstu náttúrperlur landsins,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi. Á næstu vikum leggur ráð- herra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, fram frumvarp á Alþingi um svonefndan nátt- úrupassa. Segist Ásmundur treysta því að þar komi fram útfærsla sem brúi ólíka hags- muni og sjónarmið sem uppi eru í þessu máli. „Mér finnst mikilvægt að peningar sem náttúrupassinn skilar fari ekki í ríkiskassann, heldur sjálfstæðan sjóð. Innheimta og fjárveitingar verða skýrari og skilvirk- ari þann- ig.“ Ekki rukk- unarskúra SAMEINIST UM EINA LEIÐ Ásmundur Friðriksson Garðar Eiríksson Árni Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.