Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 4

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 4
BRIET BJARNHEÐINS- DÓTTIR „T^RÚIN“ hefur beðið mig um, að kynna að nokkru fyrir lesendum blaðsins skörunginn og kvenfrelsis- konuna Bríetu Bjanhéðinsdóttur. Brí- et var á sínum tíma einn hinn sterki og óvenjulegasti persónuleiki þessar- ar þjóðar, hún var mjög umtöluð manna á meðal, sumir fundu henni flest til foráttu, aðrir fylgdust með starfi hennar og áhugamálum af undrun og jafnvel aðdáun, en aðeins lítill hópur karla og kvenna skildi það, að hér var á ferðinni boðberi nýs tíma, afrekskona, sem í raun og veru tókst að vekja íslenzkar konur til meðvitundar um rétt sinn til jafns við karlmanninn og fylkja þeim und- ir það merki. Þessi kona er dáin fyr- ir aðeins rúmum tuttugu árum og nú býr hver einasta íslenzk kona að starfi hennar á einhvern hátt, hefði ástæðu til þess að hugsa til og þakka Bríetu Bjarnhéðinsdóttur fyrir bar- áttu hennar og starf, þjáningar henn- ar og óskir, sem aldrei urðu tilefni til þess að slakað væri á eða gefist upp. En hraði tímans er í dag svo mikill, að það sem var mikilsvert í gær er gleymt í dag, þess vegna er mér kært að fá tilefni til að minna ungu, íslenzku konuna á hetjuna, sem í upphafi stóð í fylkingarbrjósti fyrir frelsisbaráttu kvenna hér á landi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir er fædd 27. sept. 1856 að Haukagili í Vatns- dal, en ólst upp að Böðvarshólmi í Vesturhópi, hjá foreldrum sínum, sem þar bjuggu við lítil efni. Börnin voru fjögur og var Bríet elzt. Þegar hún var á fermingaraldri missti móð- Frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir var ein af þeim kon- um, sem hæst bar á þeim árum þegar konur urðu að berjast harðvítugri baráttu fyrir sjálfsögðum jafnrétt- iskröfuirii sínum. „Frúin:: hefur beðið hina merku konu frú Aðalbjörgu Sig- urðardóttur að varpa ljósi yfir ævi og starf braut- ryðjandans. Blaðið vill hvetja konur til að lesa af athygli þessa ágætu grein og íhuga hve mikið gott getur leitt af óeigingjörnu og fórnfúsu hugsjóna- starfi. fllalbjörcfu ^tyuríarcltttur. ir hennar heilsuna og lá rúmföstárum saman. Varð Bríet þá að taka að sér forstöðu heimilisins innan bæjar og eftirlit með yngri systkinum og hefur það hert hana og þroskað um aldur fram. Bróðir Bríetar annar var Sæ- mundur Bjarnhéðinsson, hinn þekkti holdsveikralæknir, stórgáfaður mað- ur, sem gat sér orðstír á sínu sviði, einnig meðal erlendra lækna. For- eldrar þeirra systkina lögðu hart að sér við að kosta hann til náms, sem von var, svo efnilegur námsmaður sem hann var, en þá voru heldur ekki tök á að kosta fleiri börn til slíkra hluta. Mun það hafa verið það fyrsta, sem með þungum sársauka vakti Bíetu til meðvitundar um muninn á því að vera drengur eða stúlka, að unga stúlkan gat ekki átt von á neinni menntun hjá fátæku alþýðu- fólki, hversu vel sem hún var gefin, þó reynt væri að gera eitthvað fyrir drenginn. Hún fann kraftana og menntaþrána ólga innra með sér, en úrræðin engin, til þess að fá þeim nokkra fullnægingu. Þegar hún var á tvítugsaldri dreif hún sig að heim- an í menntaleit, enda var þá móðir hennar komin til nokkurrar heilsu, en faðir hennar látinn. Réðst hún bráðlega í vist að Bægisá, til séra Arnljótar Ólafssonar, hins merka skálds og fræðimanns. Mun hann hafa veitt henni nokkra tilsögn og leiðbeint henni, minntist hún hans jafnan meðvirðingu ogkærleika. Einn vetur var svo Bríet við nám á kvenna- skólanum á Laugalandi, en þar voru jafnan kennd bókleg fræði ekki síð- ur en hannyrðir og frú Valgerður 4 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.