Frúin - 01.06.1963, Síða 13
inn næsta laugardag og stakk upp
á því, að þau útveguðu sér þoðskort.
Charles féllst þegar á hugmyndina,
og íklæddur einkennisbúningi og
orðum frá stríðinu gekk hann til
Yvonne og bauð henni upp í dans.
Litlu seinna sá frú Vendroux, þar
sem hún sat dauðuppgefin og drakk
kaffi, að frú Danquin kom þjótandi
til hennar. „Þau dansa þriðja dans-
inn.“ Og þær héldu áfram að telja.
„Fjórir, fimm og sex!“ Yvonne
kom að hinum tveimur hvíslandi
konum og sagði rólega: „Mamma,
herforinginn bað mín núna rétt áð-
an og ég svaraði honum með jái.“
Konunum létti.
Fimm dögum ,síðar var haldin
trúlofunarveizla og brúðkaupið var
ákveðið hinn 8. apríl 1921. Það var
sama ár og Nikita og Nina Krustjev
giftu sig. Þá hafði Konrad Adenauer
í fjögur ár verið borgarstjóri í Köln.
Harold Macmillan hafði einmitt ný-
lega dregið sig til baka sem aðstoð-
arforingi hjá yfirlandsstjóranum í
Kanada, en Jacqueline Kennedy var
enn þá ófædd.
Lífið í hernum var ekki létt hin
fyrstu ár og hin ofsalega metorða-
girnd og framtíðaráætlanir Charles,
gerðu hann ekki að hinum auðveld-
asta manni í sambúð hjónabands-
ins. Þegar hann var í fríi frá her-
þjónustunni, þá sökkti hann sér nið-
ur í bækur um hernaðartækni og um
það, hvernig Þjóðverjar yrðu stöðv-
aðir, ef þeir reyndu að nýju árás
á Frakkland. Honum hlotnaðist einn-
ig ofursta tign.
En Yvonne dreymdi um líf úti í
sveit og hús, sem væri hennar eigið
ásamt garði. Hún átti það skilið þar
sem hún hafði af skyldurækni alið
manni sínum börn og það í réttri
röð. Fyrst drenginn Philippe, síðan
stúlkuna Elisabet, en árið 1928 náði
óhamingjan þeim, er þriðja barnið
fæddist. Anne var lömuð, og bæði
andlega og líkamlega vanþroskuð, en
samt hrífandi stúlka, sem öll fjöl-
skyldan unni og tilbað.
Árið 1934, eftir fjórtán ára hjóna-
band, fékk Yvonne loks uppfylling
drauma sinna. Hún eignaðist sitt
eigið sveitasetur, La Boisserie, í ná-
munda við þorpið Colombeylles-
Deux-Eglies, umlukið hálfum öðrum
hektara lands. Hér var hún í essinu
sínu. Hún bakaði brauð og sultaði.
Hún tók þátt í velgerðarstarfsemi
þorpsins og gætti baunanna í garð-
inum sínum. Hún unni heimilisstörf-
um og við sjálft lá, að hún öfundaði
þjónustustúlkurnar. Dag nokkurn, að
loknu liðsforaingjaboði og yfirmanna
á staðnum, kom hún út í eldhúsið
þar sem þjónustustúlkan Marguerite
var í óða önn við uppþvittinn. Þá
mælti hún: „Láttu þetta bíða, Mar-
guerite og farðu til hárgreiðslukon-
unnar.“
Marguerita varð 'himinlifandi glöð
yfir því að geta frestað þessari leið-
inda vinnu og fór þegar af stað, en
þegar hún kom til baka, sá hún, að
frúin hafði þvegið allt upp. Ein þjón-
ustustúlkan minntist þess, hversu
vel Yvonne féll að sitja í eldhúsinu
við hraðprjón sitt, á meðan þjón-
ustufólkið vann að störfum sínum
umhverfis hana. „Ég kann vel við
mig hérna,“ sagði hún afsakandi.
„Maður er aldrei einmana í eldhúsi.“
Smekkur Charles de Gaulle var
hræðilegt áfall fyrir óásakanlega
matreiðslu Yvonne. Ef hún til dæmis
spurði: „hvað langar þig í að borða,
Charles?“ þá leit maður hennar upp
frá sögu hernaðarins, og sagði bros-
andi: „Hvernig lízt þér á kál?“ „Þú
fékkst kál í gær,“ svarar hún þá
andvarpandi. „Jæja, en flatbaunir?“
,,Þú fékkst flatbaunir í fyrradag.“
„Nú, en soðinn þorsk?“
Álit Yvonne á klæðum var álíka
fábrotið og manns hennar á mat.
Marguerite, fyrrverandi þjónustu-
stúlka hennar, segir eftirfarandi:
„Frúin sagði mér, að þegar hún var
ung, þá dreymdi hana um að eiga
aðeins tvo kjóla. Á því tímabili, sem
ég_ um^ekkst hana, var smekkur
hennar óbreyttur. Árið sem ég vann
hjá henni, þá klæddist hún aðeins
einu sinni betri klæðnaði og var þá
í svörtum kvöldkjól.“
Síðan skall stríðið á og hinir miklu
atburðir, er breyttu Charles de
Gaulle og stöðu hans sem óþekktur
ofursti, í ódauðlega persónu franskr-
ar sögu.
De Gaulle sneri við til Frakklands
sem hetja, en þegar árið eftir, 1946,
var honum þröngvað til þess að
draga sig til baka, af hinum gömlu
stjórnmálamönnum. Þá áleit hann
að vegur hans sem stjórnmálamaður,
væri þá þegar á enda fyrir fullt og
allt. Við getum ímyndað okkur
hversu ánægð Yvonne var yfir því.
Auðvitað sýndu hinar nýju gráður,
að de Gaulle var ekki hinn sami og
árið 1939. Hann hlaut heiður, orður
og alheims viðurkenningu, en Yvonne
yppti öxlum yfir breytingunum,
eins og þær hefðu ekki átt sér stað,
og í augum hennar var allt sem áð-
ur.
Hún sá sjálf um innkaupin hjá
Gömul mynd af Yvonne de Gaulle,
þar sem hún er í eldhúsinu sínu.
kaupmanninum, ók í látlausasta bíl
Frakklands í svartri kápu, sem íbú-
ar þorpsins þorðu að leggja eið við,
að væri frá árunum fyrir stríð, en
hún var hin ánægðasta. Árið 1948 dó
veslings dóttir þeirra, hin lamaða
Anne. í tuttugu ár hafði hún lifað
lífi, sem tæplega gat talist líf. Hún
dó án þess að gera sér grein fyrir
hvað pabbi hennar var og hvað hún
sjálf var.
Eftir lát Anne, fórnaði Yvonne
miklum tíma í það að hjúkra hjálp-
arvana og sjúkum börnum. Hún
hratt af stað heimili undir nafninu
Anne de Gaulle stofnunin, fyrir
andlega og líkamlega vanþroska
stúlkur.
Börn hennar gengu í hjónaband
og eignuðust börn. Pilippe, sjó-
liðsforingi, kvæntist Henriette de
Montalembert og Elisabeth gekk að
eiga de Boissieu ofursta.
*
Fjórða lýðveldið nálgaðist endalok
sín. Þjóðin hrópaði á de Gaulle hers-
höfðingja í erfiðleikum sínum árið
1957. René Coty, hinn aldraði for-
seti, sem bjó fábreyttu lífi í Elysée-
höllinni, tók á móti þeim klukkan tíu
13
FRÚIN