Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 24

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 24
gleBi og fjölskylduhamingja samt ríkjandi þáttur í lífinu á Soestdijk. Oft mátti heyra prinsessurnar og föður þeirra hlæja dátt, þegar þau voru í leik saman. Júlíana drottning hafði sjaidan tækifæri til þess að taka þátt í leikjunum. Hún gegndi skyldum sínum sem drottning lands- ins af lífi og sál. Ræður hennar þóttu afbragð, og oft sat hún á skrifstofu sinni langt fram á nótt til þess að vinna að þeim. í flóðunum miklu árið 1953, fór hún á þá staði, sem verst urðu úti, og gekk um í háum gúmmístígvélum með skýluklút um höfuðið. Hún gaf stórfé af eigin fjár- munum til þeirra, sem bágstaddir voru. Margriet var kátasti og hlýasti sólargeislinnn í konungsfjölskyld- unni. Hún liktist föður sínum í því að hafa gaman að klæða sig í ýmis konar búninga og leika leikrit, og hún gat hermt skemmtilega eftir fólki. Eitt sinn þegar hún var smá- hnokki, gerði hún mömmu sína dauðhrædda, er hún kom askvað- andi inn á ríkisráðsfund með pípu- hatt forsætisráðherrans á höfðinu, með uppblásnar kinnar og nefið upp í loftið, reigingsleg eins og ríkisstjóra ber. Hans velæruverðugheit varð heldur hvumsa, en neyddist þó til að láta sem ekkert hefði í skorizt og hlæja eins og hinir ráðherrarnir. Drottningin gat meira að segja ekki stillt sig um að brosa er hún sendi litla prakkarann út úr salnum. í annað skifti var Bernhard nærri búinn að flengja dóttur sína, þegar hann uppgötvaði að hún hefði hellt fljótandi lími í eldspýtustokkinn hans. Nú eru þeir dagar liðnir, er Margriet gat leyft sér að vera prakk- ari. Nú er hún orðin skynsöm og alvarlega hugsandi ung stúlka. Sú var tíðin, að æðsta ósk hennar var að verða leikkona, en þær bollalegg- ingar er hún búin að leggja á hilluna. Hún er ákveðin í að verða læknir! Það er ákaflega líklegt, að örlög blindu systur hennar, hafa átt stærstan þátt í þessu vali hennar. Margriet hefur brotið heilann um þetta og hugsað, að það hlyti að vera dásamlegt, að geta hjálpað sjúkum og ólánsömum — þótt henni tækist sennilega ekki að hjálpa systur sinni. Smátt og smátt hafa þessar hugs- anir hennar orðið að fastri ákvörð- un, og haustið 1961 innritaði hún sig í læknadeildina við háskólann í Montpellier, sem er borg á Rivier- ströndinni. Þetta er elzti háskóli Frakklands, þar sem m. a. Petrarca og Rabelais stunduðu nám. í sínu eigin landi hefur Margriet prinsessa vanist því að ganga á venjulega borgaralega skóla með venjulegum börnum. Hún hefur ver- ið alin upp á borgaralega vísu af hinni alþýðlegu móður sinni, og ósk- ar þess helzt, að fá að vera eins og hver önnur borgaraleg stúlka, án þess að vekja sérstaka athygli eða láta snúast í kringum sig eins og prinsessu. í háskólaborginni Mont- pellier, sem er 100.000 manna borg í fögru sveitaumhverfi, býr hún í lítilli götu í einu herbergi, sem hún hefur leigt hjá lækni, sem er mót- mælendatrúar. Einasti munaðurinn, sem hún veitir sér, er Renault-bíll, sem hún ekur sjálf, aðallega til þess að komast hjá forvitni fólks. Dag- lega ekur hún í og úr háskólanum, og venjulega 'er í för með henni einn eða fleiri af námsfélögunum. Hún er lítil og snotur, klæðir sig mjög blátt áfram, notar næstum enga skartgripi, en hnýtir sítt hárið með silkislaufu. Útlit hennar og framkoma er svo blátt áfram, að engum kemur til hugar, að þarna fari konungborin persóna. Margriet prinsessa hóf nám sitt í Montpellierháskólanum, með því að fylgjast með fyrirlestrum í „franskri menningu," sem er almenn fræðsla í franskri tungu, sögu og menningu. Að þessu námi loknu byrjar hún svo í læknisfræðinni. Eftir prófið hugsar hún sér að gerast starfandi læknir á spítala í Frakklandi eða í sínu eigin landi. Þá rætist henni eftirlætis draumur hennar: Hún verður ávörp- uð sem doktor en ekki prinsessa. Prinsessan dafnar eins og blóm í eggi í stúdentalífi hins æruverðuga gamla háskóla. Hún hefur eignast marga góða vini, og í þeirra hópi hefur hún skoðað fornminjar borg- arinnar og landið í kring, og á kvöldin situr hún með félögum sín- um á útimatstöðunum við Place de la Comedia, þar sem heimsins gagn og nauðsynjar eru rædd fram á rauðan morgun. Það er eini staður- inn í Montpellier, sem ber keim af Paris og listamannahverfi hennar, Saint Germain-des-Pres. „Hérna líður mér vel,“ segir prinsessan, „hér vil ég fá að vera eins og venjuleg stúlka, stúdent eins og hin.“ „Ja, venjuleg stúlka svo langt sem það nær, þegar um prinsessu er að ræða“ hugsa hinir stúdentarnir. Prinsessum eru fyrirfram búin örlög í fæðingu. Þær verða að gegna skyld- um sínum sem konungsdætur. Það stóð heldur ekki á örlagaríkum við- burðum í kringum vöggu Margriet prinsessu. Þegar Júlíana drottning átti von á þriðja barni sínu, árið 1943, bjó hún í útlegð í Kanada. Þjóðverjar höfðu hernumið land hennar, og til þess að barnið, sem hún átti von á, gæti fæðst á hollenzkri grund, hafði verið ráðgert, að fæðingin skyldi eiga sér stað á hollenzku herskipi sem lá utan við strönd Kanada. En þegar ofsi kpm í vetrarstormana, tóku kanadisku stjórnarvöldin í taumana, lét útbúa sjúkrastofu á borgarsjúkrahúsinu í Ottawa handa drottningu, og lýstu yfir, að sjúkra- stofan væri hollenzkt land í bili! Brezka flaggið var tekið af flagg- stönginni, og í þess stað flaggað með hollenzkum fánum. Fæðingin gekk vel, og gamla drottningin, Wilhelmina, gaf sjálf út yfirlýsingu í hollenzka frelsisút- varpinu í London, að fæðst hefði prinsessa þann 19. janúar 1943 og hafi henni verið gefið nafnið Margriet Francisca. Margrietu-blómið hafði í síðasta stríði orðið tákn hollenzku þjóðar- innar um frið og frelsi. Þegar Wil- helmina drottning fór í útlegð, bar hún blóm þetta í hnappagatinu sem tákn. Og þegar konungsfjölskyldan steig loks aftur fæti á hollenzka grund, var tekið á móti þeim með heilu hafi af marglitum blómum. (Hinar prinsessurnar heita líka tákn- rænum nöfnum: Beatrix þýðir blessun, Irene er gríska orðið yfir frið, og Marijke er stytting á Maria, þ. e. heilög guðsmóðir). Viðstödd skírn Margriet prinsessu voru m. a. Mary, ekkjudrottning Englands, og Roosevelt forseti. Eftir stríðslokin kom Winston Churchill í heimsókn til Soestijk, og lék við Margriet litlu og systur hennar í hallargarðinum. Margriet var fjög- urra ára gömul þegar Marijke fædd- ist. Þetta var fyrsti sorglegi viðburð- ur lífs hennar, og hin dapurlegu ör- lög litlu systur hennar höfðu ósjálf- ráttáhrif á lífsviðhorf hennar sjálfrar. Þegar Margriet prinsessa varð 19 ára, tók hún endanlega ákvörðun um framtíð sína. Hún vill lifa já- kvæðu lífi með því að fórna því fyr- ir aðra. Hún yfirgaf hirðlífið til þess að gerast „venjuleg" manneskja og til þess að hjálpa samborgurum sínum. 24 FRÖIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.