Frúin - 01.06.1963, Síða 38

Frúin - 01.06.1963, Síða 38
Forsetafrúin á Fílabeinsströnd- inni, Marie Thérése Houphouet- Boigny, fær kjóla sína frá Dior. Forsetinn skildi við fyrri konu sína til að geta kvænzt henni, og lagði bannig pólitíska framtíð sína í hættu. Þessi glæsilegasta kona í Afríku nýja tímans hefur yndi af glaðværð og veizluhöldum og harmar það sáran að henni skuli vera forboðið að tvista. „Fædd drottning“ segja Ameríkanar um Grace Kelly. Áður en hún varð furstafrú í Monaco, ríkti hún yfir Metro-Goldwyn-Mayer. Hún var milljóneradóttir, dollaraprinsessa, áður en hún varð sönn prinsessa, sem sagt fædd á veldis- stóli. Stúdínan, sem varð skyndilega keisaradrottning Persíu, hefur ekki brugðizt þeim vonum, sem við hana voru bundnar: hún ól keisaranum son, og er elskuð og virt af þegnimi sínum. Fáar konur í heiminum njóta jafnmikillar hylli og aðdáunar og Farah Diba — hún er jafnskyldurækin og alúðleg og hún er fögur og glæsi- leg. Fegursta kona Brasilíu, Maria Teresa Goulart, forsetafrú, er fræg fyrir brún augun, funandi skaphita, góðgerðastarf- semi sína og þá reisn sem yfir henni er. 38 FRÚIN

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.