Frúin - 01.06.1963, Page 53

Frúin - 01.06.1963, Page 53
Góða nótt. PHKB HÚN sat á rúmstokknum í nátt- kjólnum sínum. Henni var kalt. En hún vildi ekki fara upp. Hún hataði hann pabba sinn. — Hann er svo vondur, sagði hún í lágum hljóð- um. Og svo leit hún upp og horfði á lokaðar dyrnar. — Þú ert vondur, pabbi! hvíslaði hún og brýndi raustina í þrjózku, en þó ekki meira en svo, að hún gæti verið örugg um, að þetta heyrðist ekki fram í stofuna. — Þú ert vond- ur! Ég hata þig! Hún fann kuldann leggja til sín úr gólfinu. Rúmið var uppbúið bak við hana, en hún vildi ekki fara upp í, vildi ekki leggjast út af og breiða sængina yfir sig. Ég ætla að sitja og láta mér verða mjög kalt, og þá verð ég veik, og þá dey ég, þá skal pabbi verða að segja við mömmu, að hann hafi slegið mig, og að það er honum að kenna, að ég er dáin, og þá verður mamma reið við pabba og vill ekki koma heim til hans með litla bróður. Þá hatar hún líka pabba, og litli bróðir hatar pabba, og hugsunin um litla bróður fékk hana til að hika lítia eitt. Hana langaði svo ósköp til að halda litla bróður í fanginu aðeins einu sinni. áður en hún dæi. í fæðingardeild- inni hafði hún fengið að sjá hann og snerta við annarri hendi hans með vísifingri. En hann hafði reynt að halda í fingurinn á henni, og hún vissi, að honum þótti vænt um hana. Það væri ósköp leiðinlegt fyrir hana, ef hann ætti enga stóra systur, þeg- ar hann kæmi heim. Hún hreyfði sig snögglega á rúmstokknum, svo að tærnar komu við gólfið. Hvað skyldi það annars taka lang- an tíma, áður en manni yrði svo kalt, að maður yrði veikur og dæi af því? Mamma hennar hafði sagt, að ef hún sæti úti á steintröppunum, svo að henni yrði kalt, þá gæti hún dáið af því. En hvernig dó maður af því? Valt maður bara allt í einu út af og var þar með dauður? Hún reyndi að gera sér í hugar- lund, hvernig pabbi hennar mundi koma inn til hennar morguninn eft- ir, þegar hann hefði kallað hvað eft- ir annað á hana, án þess að hún svar- aði . .. og kæmi þá að henni dáinni. Kannske dytti hún fram fyrir sig, þegar hún dæi. En þá mundi hún reka sig á, og það væri sárt! Hún kom handleggjunum þannig fyrir, að hún hallaði sér aftur á bak. Það væri áreiðanlega betra að detta um í rúm- ið, þegar hún dæi. En mamma hennar hefði verið heima, hefði alls ekki verið þörf á að deyja. Þá hefði mamma pressað buxurnar sjálf, og þá hefði ekki brunnið gat á þær. En það var ein- mitt af því að mamma hennar hafði farið í fæðingardeildina til að eign- ast litla bróður, að hún hafði tekið buxurnar hans pabba, kveikt á raf- magnsstrokjárninu og byrjað að pressa þær. Það voru svo mikil hné í þeim. Hún hafði séð það um kvöld- ið. Og um leið og hún vaknaði um FRÚIN 53

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.