Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 56

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 56
UM KONUR Ég met konuna meira en karlmann- inn, þær eru hughraustari en við, þær þola drepsóttir betur en við, þær bregðast betur við dauðanum en við, þær hafa meiri meðaumk- un en við, og þær eru ekki eins hé- gómlegar og við. Eðlishvöt þeirra er traustari en okkar, þær gera ekki eins mörg afglöp og við. Orðið ást er miklu þýðingarmeira fyrir konu en karlmann, fyrir konuna gild- ir það allt. Girndir holdsins gegna miklu bandi við fósturbarn sitt. Hún gerði það með því að gera sérstök merki í lófa hennar með fingurgómunum, og eftir skamma hríð veitti hún því at- hygli, að barnið skildi það, sem hún „sagði“ með þessum hætti. Síðar, eftir margra mánaða þolin- mæðistarf, fór Giuseppina að svara, og eftir fáein ár þekkti hún ekki að- eins orð eins og borð, stóll, rúm, sem hún gat þreifað á — heldur blóm — það er að segja ýmislegt, einnig, sem snertu óáþreifanlegar athafnir eins og að sitja, liggja, ganga og þar fram eftir götunum. Það er öllum ljóst, að Giuseppina er óvenjulega gáfað barn, og fyrir sex árum sendi frú Banclini hana i skóla í Milano, sem ætlaður er blind- um, heyrnarlausum eða mállausum börnum. Vesalings telpan var þetta allt, en samt varð hún fljótlega einn duglegasti nemandi skólans. Hún las blindskrift ,,reiprennandi“, og skýrði frá öllum hugsunum sínum með því að skrifa í lófa. Hún nam nýja náms- grein á hverju ári, og hún stóð sig með mikilli prýði í þeim öllum: Hún kunni að reikna, hún vissi um öll mikilvæg ártöl og einstaklinga í Ítalíusögunni, hún skrifaði Ijómandi ritgerðir á ritvél — og síðustu árin hefur hún lært latínu og ensku! Fyrir nokkru gekk Giuseppina Manenti að prófborðinu til gagn- fræðaprófs, sem hún stóðst með á- gætum vitnisburði í öllum náms- greinum, og nú hefur hún tekið til við starf, sem hún var fyrir löngu búin að ráða við sig — að þýða ensk- ar bækur og sígild latnesk rit á ít- ölsku — með blindraletri. minna hlutverki hjá konunni en mað- urinn fær skilið. Ung kona getur orðið ástfangin í ljótum karlmanni, jafnvel gömlum manni, bara ef hann getur tendrað ímyndunarafl hennar. Karlmaður verður ekki ást- fanginn af konu, nema hún hafi á- hrif á kynhvatir hans. Til allrar ó- hamingju eru kyngirndir karlmanns- ins langlífari en kynorka hans, — þvert á móti náttúrunnar vitru ráð- stöfun. Þess vegna eru engin aldurs- takmörk, sem hindra manninn í að verða ástfanginn í konu. Richelieu kardínáli var ómótstæðilegur Don Juan áttatíu ára gamall; Goethe var yfir sjötugt, þegar hann varð ást- fanginn í Ulriku von Levetzow. Ástin er skammlíf eins og blómið frítt. Því miður deyr ástin oft eðlileg- um dauða í hjónabandinu hjá karl- manninum. en ást konunnar lifir all- ar hennar hugsjónir, breytt í móður- lega umhyggju fyrir hinni föllnu draumahetju hennar. Konan getur ekki skilið það, að maðurinn er fjöl- kvænis-sinnaður. Ef til vill lætur hann kúgast til undirokunar í hjóna- bandinu, sökum siðgæðis og laga, en eðli hans og náttúra sefur aðeins. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er og verður maðurinn ætíð sá sami og skaparinn hefur gjört hann, allt- af reiðubúinn til að hlýða kalli nátt- úrunnar. Konan er ei síður vel gefin en mennirnir, þvert á móti er hún venjulega gáfaðri, en gáfur hennar eru annars eðlis. Það að heili karl- mannsins er nokkru þyngri en kon- unnar, breytir engu um gáfnafar kynjanna. Einnig það, að öldum saman var konan kúguð og undir- okuð, svo og, að karlmenn höfðu einokun á menntun og lærdómi, hefur getað haft sín áhrif. f Aþenu til forna stóð konan jafnfætis mannin- um, og hafði aðgang að öllum grein- um menntunar; jónisku og dórisku ættbálkarnir viðurkenndu alltaf rétt og frelsi konunnar. Á gullöld Róm- verja, í 400 ár ásamt hárri menn- ingu, fékk konan viðurkennt töluvert frelsi, og réð yfir sínum eigin eign- um, en það er miklu meira en unnt er að segja um rétt konunnar hjá öðrum þjóðum. Á miðöldum var uppeldi konunnar yfirleitt betra en manns- ins. Riddararnir lögðu meiri rækt við sverðið en pennann, og munkarnir voru að vísu oft lærðir, en það voru líka til nunnuklaustur með aðgang að jafngóðum lærdómi fyrir konur. Ef litið er á störf okkar karlmann- anna, þá mætti segja, að í sumum greinum séu konurnar engir nýgræð- ingar. Þegar við Salerno-háskólann voru kven-prófessorar, og læknir Mariu af Medici var kona, sem skrif- aði bækur um læknisfræðileg efni. Marguerite la Marche var yfirsetu- kona í Hotel-Dieu 1677. Madame la Chapelle og Madam Boivin rituðu bækur um kvensjúkdóma. Um 1600 og 1700 voru margir kvenprófessor- ar við hina frægu háskóla í Bologna, Pavia, Ferrara, og Napoli. En þær gerðu lítið til fremdar fagi sínu, lækn- isfræöinni. og vegna þess, að kven- sjúkdómar og fæðingarhjálp voru svo lengi undir stjórn kvenna, þá voru þessar greinar lengi vel kyr- stæðar, og tóku litlum framförum. Enn þann dag í dag leita konur frek- ar ráða hjá læknum sem eru karl- kyns, ef um heilsu þeirra sjálfra eða barna þeirra er að ræða. Athugum tónlistina; á endur- reisnartímabilinu spiluðu allar kon- ur á lút, og afkomendur þeirra á clavecin eða höi'pu. í yfir hundrað ár var önnur hver kona látin æfa sig á slaghörpu árum saman, en ekki þekkist neitt stórbrotið tónverk eða tónsmíði eftir konu, og sjaldan heyr- ir maður konu spila Adagio Sosten- uto Beethovens vel á slaghörpu. Nú á dögum föndrar næstum önnur hver stúlka með liti, en á öllum listasöfn- um Evrópu er ekkert stórbrotið mál- verk með kvenmannsnafni, kannske að undantekinni Rósu Bonheur, sem rakaði sig tvisvar í viku og klæddist karlmannsfötum. Ekki má gleyma því, að eitt mesta skáld allra tíma var kona. Bezt að hætta þessu konuhjali, og fá sér kaffisopa á leiðinni heim. * 56 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.