Frúin - 01.06.1963, Page 63

Frúin - 01.06.1963, Page 63
YELKOIAR IEIM Ort í tilefni hópferðar vestur íslenzkra kvenna til íslands, sumarið 1963. I. Islenzkar konui' vestanvert við hafið Velkomnar heim, velkomnar heim. Kveðja frá fossum og fjöllum, frændum, vinum og tröllum: Velkomnar heim, velkomnar heim. II. Þið siglduð að víkinga sið, um sollin úthöf og breið, að erlendri ströndu og brutuð þar braut. Þið börðust og erjuðu, hörð var sú þraut, en mikill var kjarkur og manndómslund sterk, og mitt í þrautunum unnin kærleiksverk. Þið byggðuð og ræktuðuð land eftir land. Þið leituðuð vina, og treystuð þar band. Ef einhver var snauður, var auðurinn hans, því allt var hér kærleikans bundið í krans. Þið vissuð það öll, fyrir vestan haf, að dýrri auð engan Drottinn gaf — en kærleikans mikla mátt. III. Og landinu ykkar, sem örlögin, eitt sinn létu kveðja með tár á kinn, þið heilsið nú heilar í dag. Verið velkomnar, systur, frá vesturströnd, hér vina og frænda þið takið í hönd, því landið okkar er ykkar. Þið hafið af stórhug og stolti byggt stærra Island, og af fegurð tryggt, brú yfir breiðan mar. IV. Ykkar tryggð: Okkar tungu þið talið í dag. Hvílíkt tákn þess að íslenzkt er blóð. Og hvert sem þið fljúgið eða farið um lönd, við finnum aðeins eina þjóð. Islenzk tunga, sem fegurst er fundin í heim, vort fagra og hjartkæra mál, er fóstruð við norðurheims bjartan baug og blessuð af íslenzkri sál. FROIN 63

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.