Stígandi - 01.07.1943, Side 15

Stígandi - 01.07.1943, Side 15
SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON: VERÐI LJÓS í hverja morgunroða rós er ritað: Verði ljós. Við dagslok hver dvínar þess styrkur það rennur úr roða í myrkur. Hjaðningavíg um allan aldur eiga þar Hörður og Baldur. Og alltaf á morgunroðans rós sitt ritmerki: Verði ljós. í ÁLFHEIMUM í góðu veðri gekk ég mig; gekk í álfarann. Heyrði rokkhljóð; heyrði söng. Huldukona spann. í góðu veðri gekk ég mig; gekk til fjallahlíða. Heyrði rokkhljóð; heyrði söng. Hljómurinn barst svo víða. I góðu veðri gekk ég mig; gekk í álfarann. En huldukonan — hvar var hún sem hamingjuþráðinn spann?

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.