Stígandi - 01.07.1943, Page 18

Stígandi - 01.07.1943, Page 18
8 Á KROSSGÖTUM — STÍGANDT Ef hér er leikið á hinn sanna hljómbotn íslenzkrar þjóðarsál- ar, er hún illa komin. Engin dul skal þó dregin á það, að í íslenzkri skáldsagnagerð hafa snjöll handtök verið sýnd, enda hafa stórhugaðri rithöfund- arnir meir leitað þangað til landvinninga nú í seinni tíð. Mikl- um mun væru bókmenntir okkar fátækari, svo nokkur dæmi séu nefnd, ef þær ættu ekki Ketilbjörn á Knerri, þennan hressi- lega nefgrím Gunnars Gunnarssonar; Kristrúnu í Hamravík hans Hagalíns, þessa gömlu, góðu konu; Ragnheiði Brynjúlfs- dóttur, hina gullfögru kvenlýsingu Kambans; hina saltfersku Sölku Völku Kiljans, eða tröllmennið Bjart í Sumarhúsum, sem berst tvíþættri baráttu: þrælsins til frelsisins, tröllsins til mennsks eðlis. En mér kæmi ekki á óvart, þótt Sölvi þjóðsagnanna reyndist langlífari en Sölvi Davíðs, Fjalla-Bensi Þingeyinga yrði lífseig- ari og tilkomumeiri í munnmælunum en Aðventu-Bensi Gunn- ars í bókmenntunum, Ólafur Kárason yrði til undir baðstofu- súðinni á Fæti undir Fótarfæti, meðan íslenzkar sagnir og munnmæli mikluðu í þjóðarvitundinni þau skáldin, sem gengu bein í baki af hólmi við fátækt og fyrirlitningu samtíðar sinnar, brenndu tötrana af sér í guðmóði skáldskapar síns eins og Bólu- Hjálmar. Og ætli Sturla í Vogum kunni ekki að rykfalla, þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsingar ýmissa mætra manna, meðan kempan Sæmundur Sæmundsson sindrar af lífsþreki löngu eftir hérvist- ardaga sína? Enda þurfa skáldin ekki að skammast sín fyrir það, þótt lífið reynist þeim oft snjallara um skáldskapinn, og þjóðin sjálf sé öðrum skáldum fremri — stundum. Kvæða njóta menn á allt annan hátt en sagna. Þau tæla okkur aldrei til að gleyma sjálfi okkar um of, þvert á móti koma þau okkur til að hugsa meira um það, athuga það og grandskoða við skinið af reynslu ljóðskáldsins, sorgum þess, gleði, efa, trú eða djúpri íhygli. En ljóðið þarf næðis, og það krefst hugsunar af lesandanum, tvær kröfur, sem vélgengninni er lítt um. Kvæði verða ekki metin eftir lengd, eins og nú virðist helzt tízka með skáldsögur. Ljóðformið krefst það mikillar takmörkunar af höfundinum, að hann verður að fága og slípa, fella úr og stytta, unz aðeins kjarninn hreinn og ómengaður er eftir, þá fyrst er ljóðið gott. —

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.