Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 18

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 18
8 Á KROSSGÖTUM — STÍGANDT Ef hér er leikið á hinn sanna hljómbotn íslenzkrar þjóðarsál- ar, er hún illa komin. Engin dul skal þó dregin á það, að í íslenzkri skáldsagnagerð hafa snjöll handtök verið sýnd, enda hafa stórhugaðri rithöfund- arnir meir leitað þangað til landvinninga nú í seinni tíð. Mikl- um mun væru bókmenntir okkar fátækari, svo nokkur dæmi séu nefnd, ef þær ættu ekki Ketilbjörn á Knerri, þennan hressi- lega nefgrím Gunnars Gunnarssonar; Kristrúnu í Hamravík hans Hagalíns, þessa gömlu, góðu konu; Ragnheiði Brynjúlfs- dóttur, hina gullfögru kvenlýsingu Kambans; hina saltfersku Sölku Völku Kiljans, eða tröllmennið Bjart í Sumarhúsum, sem berst tvíþættri baráttu: þrælsins til frelsisins, tröllsins til mennsks eðlis. En mér kæmi ekki á óvart, þótt Sölvi þjóðsagnanna reyndist langlífari en Sölvi Davíðs, Fjalla-Bensi Þingeyinga yrði lífseig- ari og tilkomumeiri í munnmælunum en Aðventu-Bensi Gunn- ars í bókmenntunum, Ólafur Kárason yrði til undir baðstofu- súðinni á Fæti undir Fótarfæti, meðan íslenzkar sagnir og munnmæli mikluðu í þjóðarvitundinni þau skáldin, sem gengu bein í baki af hólmi við fátækt og fyrirlitningu samtíðar sinnar, brenndu tötrana af sér í guðmóði skáldskapar síns eins og Bólu- Hjálmar. Og ætli Sturla í Vogum kunni ekki að rykfalla, þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsingar ýmissa mætra manna, meðan kempan Sæmundur Sæmundsson sindrar af lífsþreki löngu eftir hérvist- ardaga sína? Enda þurfa skáldin ekki að skammast sín fyrir það, þótt lífið reynist þeim oft snjallara um skáldskapinn, og þjóðin sjálf sé öðrum skáldum fremri — stundum. Kvæða njóta menn á allt annan hátt en sagna. Þau tæla okkur aldrei til að gleyma sjálfi okkar um of, þvert á móti koma þau okkur til að hugsa meira um það, athuga það og grandskoða við skinið af reynslu ljóðskáldsins, sorgum þess, gleði, efa, trú eða djúpri íhygli. En ljóðið þarf næðis, og það krefst hugsunar af lesandanum, tvær kröfur, sem vélgengninni er lítt um. Kvæði verða ekki metin eftir lengd, eins og nú virðist helzt tízka með skáldsögur. Ljóðformið krefst það mikillar takmörkunar af höfundinum, að hann verður að fága og slípa, fella úr og stytta, unz aðeins kjarninn hreinn og ómengaður er eftir, þá fyrst er ljóðið gott. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.