Stígandi - 01.07.1943, Page 27

Stígandi - 01.07.1943, Page 27
STÍGANDI GUÐMUNDUR FRÍMANN: ÞJÓÐVÍSA Með leynd þú hvarfst inn í bernskunnar blótskóg, og blóð þitt niðandi um æðar þér rann, og rauður ástríðu eldur ákaft í hjarta þíns myrkviði brann. — Um þig varð kvæðið um konungssoninn, sem hvítustu lilju skógarins fann. Hinn tæri, vaðblái vorhiminn hvelfdist um vonir ykkar og haminjuspár. í skógi svartþrestir sungu söngva um hjartnanna leyndustu þrár. En óður blóðsins var öllum dýrri, svo örlagaglettinn og tregasár. Sem ljóssins álfur hún léttstíg þér fylgdi svo langt sem þú vildir. Með brúðarsveig og kórónu úr villiviði liún vordansinn hlæjandi með þér steig, unz ölvuð af sælu og sólskinsdraumum hún síðast að fótum þér örmagna hneig.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.