Stígandi - 01.07.1943, Qupperneq 31
STÍGANDI
UM MÁLVÖNDUN
21
meira. Tungan er þrungin vizku, og mér er það fyllilega ljóst, að
þeir, sem hafa yndi af henni, meta hana meira en öll tól og
tæki, koppa og kirnur. En allt um það er aðalhlutverk hennar í
því fólgið að vera tæki, sem menn beita til þess að tjá hugsanir
sínar og komast á snoðir um, hvað öðrum býr í brjósti. Hlutverk
málsins er það, að gera mönnum kleift að blanda geði, eins og
forfeður vorir komust að orði.
En mönnum er mjög ólíkt farið. Sumir eru fálátir og þyrrk-
ingslegir, aðrir sítalandi og hjalandi. En ég vænti þess, að ég
fullyrði ekki of mikið, þótt ég haldi því fram, að enginn hafi svo
mikla óbeit á viðræðum við aðra menn, að honum brygði ekki
í brún, ef hann vaknaði við það einn morguninn, að hann hefði
glatað hæfileikanum til að tala og gleymt tungunni. Þetta staf-
ar ekki aðeins af því, að allir hafa eitthvert yndi af samræðum
við annað fólk, heldur einnig af því, að þetta málæði er mönn-
um nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Án málsins væri lífsgleðin
horfin og samneytið við annað mennskt fólk að mestu úr sög-
unni. Með þessu vildi ég þó alls ekki halda því fram, að þindar-
laust málskalp sé lofsvert eða æskilegt. Heppilegast er, að sú
elfur flæði ekki yfir bakka sína, en hún má hins vegar ekki
þorna.
En málið er tæki hugsunarinnar á fleira en einn veg. Það er
ekki aðeins flutningatæki hugsunarinnar, ef svo mætti að orði
kveða. Með þessu á ég við það, að hlutverk málsins er annað og
meira en það, að því er beitt til þess að flytja hugsanir frá ein-
um manni til annars og frá einni kynslóð til annaírar. Sé það þó
fjarri mér að draga úr mikilvægi þessa flutnings, því að á hon-
um er reist tilvera allrar menningar. Hvað væri um bókmennt-
irnar og vísindin, ef þetta væri aðeins hugsanir, sem skyti upp
í heila einhverra afburðamanna, en kæmist aldrei þaðan út til
okkar hinna? Þetta myndi hafa það í för með sér, að reynslan
gæti ekki færzt frá einum einstaklingi til annars, hver maður
gæti einungis hagnýtt sér reynslu sjálfs sín, en einskis annars.
En rista ekki áhrif málsins enn dýpra? Á því leikur enginn vafi.
Án orða væri ekki um að ræða neina hugsun, sem nefnandi væri
því nafni, því að við hugsum í orðum, eins og komizt hefir verið
að orði. Um leið og við nemum málið, lærum við að hugsa, og
hugsanir manna eru tengdar orðunum órjúfandi böndum. Án
einhvers konar tákna, hygg ég, að öll æðri hugsun komi ekki til