Stígandi - 01.07.1943, Page 33
STÍGANDI
UM MÁLVÖNDUN
23
benda á það, að orðaforði tungunnar hefir breytzt til muna.
Þessar breytingar orðaforðans eru aðallega tvenns konar. Ann-
ars vegar hafa forn orð glatazt, en ný, íslenzk orð verið sköpuð,
og hins vegar hafa viðskipti okkar við aðrar þjóðir haft það í
för með sér, að tekin hafa verið erlend orð upp í málið. Þó að
þessar breytingar orðaforðans sé allvíðtækar, eru þær þó ekki
meiri en það, að allur almenningur getur vandræðalaust lesið
sér að gagni bækur, er skráðar voru á 12. og 13. öld. Ég lít svo á,
að keppa beri að því, að þessar breytingar verði ekki meiri en
svo, að lifandi samband við gullaldarbókmenntirnar haldist.
Þessi skoðun mín verður betur rökstudd síðar.
Því ber ekki að leyna, að í íslenzku máli er all-mikið um
tökuorð, tökumerkingar og orðasambönd, sem slæðzt hafa
hingað úr erlendum tungum. Gætir þessa allmiklu meira en
margan grunar. Þó mun óhætt að fullyrða, að þessa verður
minna vart í íslenzku en mörgum öðrum málum Norðurálf-
unnar. Það er þetta, sem við stærum okkur af, þegar við tölum
um, að íslenzkan sé hreint mál. Og þennan hreinleika tungunn-
ar ber okkur að varðveita.
Eitt atriði enn, er varðar tunguna og við megum hrósa happi
yfir, þykir mér rétt að drepa á. Islenzk tunga er laus við það,
sem nefnt er mállýzkur. Það er alkunna, hvílíkum vandræðum
mállýzkurnar geta valdið. Hafa frændur vorir Norðmenn ekki
farið varhluta af þeim erfiðleikum, svo áð eitt dæmi sé nefnt.
Menn geta gert sér í hugarlund, hvílíka örðugleika það hefði í
för með sér, ef skagfirzkan væri svo frábrugðin eyfirzkunni, að
Skagfirðingar og Eyfirðingar ættu erfitt með að skilja hvorir
aðra. Orðugleikarnir myndu svo aukast við það, ef ríkismálið
væri enn ein mállýzkan og mikill hluti skólastarfsins færi í það
að kenna þetta sameiginlega mál. Sem betur fer, höfum við Is-
lendingar ekki komizt í kynni við slíkt.
En þótt þessu sé þannig háttáð, er ekki fyrir það að synja, að
nokkur er mismunur málsins eftir landshlutum. Þó að þessi
munur sé nokkur, er hann ekki svo mikill, að hann valdi nokkr-
um erfiðleikum. Aðallega er það tvennt, sem til greina kemur,
framburður og orðaforði. Framburður er býsna ólíkur í ýmsum
landshlutum, eins og flestum mun kunnugt, því að einatt er um
þetta þráttað, en jafnaðarlega af litlu viti og lítilli sanngirni.
Birtist í þeim deilum jafnan misskilinn héraðametnaður. Þá
gætir þess einnig, að þó nokkur munur er á orðaforða og merk-