Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 37
STÍGANDI
UM MÁLVÖNDUN
27
hvötum. Áður hefir verið um það rætt, hversu náið samband er
milli máls og hugsunar. Það liggur því ekki f jarri að álykta sem
svo, að vandað mál og vönduð hugsun fari alla jafna saman. Ég
veit, að frá þessu eru undantekningar. Hér er alls kostar óhugs-
anlegt að gefa algildar reglur. En þetta mun þó vera meginregl-
an. Vandvirkni um eitt atriði ætti að hafa í för með sér
vandvirkni um annað, sérstaklega þegar þessi atriði eru
jafnnáskyld og þau, er hér um ræðir. Það mætti því ætla, að
þroski einstaklingsins sem einstaklings vaxi við það, að hann
leggi rækt við málið, fági það og vandi, eftir því sem kostur
er á.
En nú skulum við athuga málið frá enn annarri hlið, sem ekki
kemur neinni siðfræði við. Allir vilja, að eftir því sé tekið, sem
þeir segja eða rita. Þeir hyggja alltaf, að það sé ákaflega merki-
legt, hversu fánýtt sem það er. Þetta er veikleiki flestra, en
vafalaust hefir hann hlutverk að vinna. Það efa ég ekki. En
hvernig er því nú farið? Er meiri gaumur gefinn máli manna,
ef það er vandað eða óvandað? Hér er heldur engar algildar
reglur hægt að gefa. Þetta fer að miklu leyti eftir því, til hvers
konar fólks menn snúa máli sínu. En mér er nær að halda, að
menn fái betri áheyrn hjá góðum áheyrendum, ef þeir vanda
mál sitt, og ég þori að fullyrða, að ritverk lifir því lengur sem
það er ritað á vandaðra máli. Og hnyttin tilsvör geta lifað öld-
um saman, ef hugsunin hæfir í mark, en það getur hún því að-
eins gert, að henni sé valinn haglegur búningur, vandað mál. Af
þessu er auðsætt, að menn auka sinn eigin hróður með því að
leggja stund á málvöndun.
Það ber því allt að sama brunni, skiptir ekki máli, frá hvaða
bæjardyrum þetta er séð. Niðurstaðan verður ávallt sú, að mál-
ið beri að vanda. Mönnum finnst ef til vill óþarft að eyða svona
mörgum orðum að því að styðja þetta rökum. En ég er á öðru
máli. Hirðuleysi eða að minnsta kosti tómlæti um meðferð
málsins er allt of almenn með oss Islendingum. Menn þurfa
ekki annað en lesa verk helztu rithöfunda vorra nú á tímum,
svo að ekki sé minnzt á blöðin, til þess að sannfærast um, að
þessi staðhæfing er á rökum reist. En hvers vegna er þessu
þannig háttað? Um það hefir að nokkru leyti verið rætt áður,
en ég get ekki stillt mig um að bæta hér nokkru við. Það getur
verið, að þetta stafi að nokkru leyti af vanþekkignu, en sú van-
þekking hlýtur að einhverju leyti að stafa af því, að menn