Stígandi - 01.07.1943, Side 39

Stígandi - 01.07.1943, Side 39
STÍGANDI HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON: FRÁ HÖFNINNI Þú hafðir árla í morgun af gömlum vana gengið þá götu fram að sjónum, sem lýir okkur mest. En hliðholl reyndist gæfan, þú hefir reyndar fengið að hamast tíu stundir að moka í kolalest. Svo varðstu ögn að bíða. En vinnunótu fékkstu. Þú vildir hraða göngu, því dagur liðinn var. Og betri manna leiðir á götustéttum gekkstu með gleðibros á vörum og þakklátt hugarfar. f ös á miðju stræti þig nálgast gamall granni, sem glæsilega búinn og frjálsmannlegur er. Og víst í sínum augum hann orðinn er að manni. Um yfirburði látbragð hans fagurt vitni ber. Hann lítur snöggvast á þig. En lipurt hálsinn sveigir og léttum orðum beinir að sínum förunaut. Með heimsborgarafasi til hliðar síðan beygir og horfir niðursokkinn á búðargluggaskraut. — Á sunnudaginn bjóstu þig beztu klæðum þínum og barst þig vel og gekkst svo í takt við kvöldsins dyn. Og þá var hann svo ljúfur að lyfta hatti sínum. — Nú læst hann ekki þekkja sinn gamal æskuvin. Og álútur við gluggann í stundarkorn hann stendur, unz stikar þú á burtu og hættan líður frá. í kolalörfum þínum þú kreppir báðar hendur. — Og kvöldið færist yfir. Og myrkrið dettur á.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.