Stígandi - 01.07.1943, Page 40
STÍGANDI
HELGI VALTÝSSON:
FJÖLL OG FIRNINDI
Vér, sem höfum átt því láni að fagna („óláni“ munu sumir
segja!) að vera smalar í bernsku og æsku, gleymum aldrei
smala-árunum og hinum fjöllum-prúðu æskustöðvum vorum.
Tryggðin við fjöllin hefir fest rætur í hjörtum vorum og falizt
þar eins og lítill neisti, þótt fennt hafi yfir og frosið, eða þótt
frjómold minninganna sé orðin grængresi gróin og öðrum lág-
lendis-gæðum lífsins. —
Undir hækkandi sól vorsins — og á einverustundum —
stinga fjöll æsku minnar stundum upp höfðinu úr úthafi endur-
minninganna, kinka til mín kolli og heilsa kunnuglega: — Þekk-
irðu mig ekki? Ertu búinn að gleyma mér? — En mig? — Og
mig? — Og mig?!--------Ég hika lítið eitt, stari og efast, um
hríð. En allt í einu losna stíflur endurminninganna úr læðingi,
og nú flæða þær eins og fosshvítar elfur yfir hrjósturlendi huga
míns og færa mér unað — eða sáran trega, eftir atvik-
um.---------
I endurminningum smalanna eru fjöll æsku vorrar ætíð lif-
andi. Hvít og síkvik af lagð-prúðum fénaði á beit. í smalahug-
Plioto: Edvard Sigurgeirsson.