Stígandi - 01.07.1943, Qupperneq 42

Stígandi - 01.07.1943, Qupperneq 42
32 FJÖLL OG FIRNINDI STÍGANDI síðan fjölgað vel og eðlilega, og munu þau nú vera full 400 talsins. Lítið var vitað með vissu um hjörð þessa, fjölda hennar og útbreiðslu, fyrr en haustið 1939. En þá tóku sér ferð á hendur þeir félagar, Helgi Valtýsson og Edvard Sigurgeirsson, ljós- myndari á Akureyri, og heimsóttu hreindýr þessi í sumarhögum þeirra, Kringilsárrana, sem er þríhyrnd landspilda vestan Jök- ulsár, — en milli hennar og Kringilsár, — og nær alveg inn undir brún Brúarjökuls. Var þá fylgdarmaður þeirra félaga Friðrik bóndi Stefánsson á Hóli í Fljótsdal, og var hann síðar settur eftirlitsmaður hjarðarinnar. Hafa þeir félagar síðan haft vakandi auga á „hreindýra-málum“ öllum, og síðastliðið vor lögðu þeir upp í nýjan leiðangur, en þá til vetrar- og vor-stöðva dýranna, Vestur-öræfa. Var ferð þessi farin í síðari hluta maí- mánaðar og fram í júní, en um það leyti vors stendur yfir burð- ur kúnna á Vestur-öræfum. I báðum leiðangrum þessum tók Edvard Sigurgeirsson all- margt mynda og kvikmynda, og eru það fyrstu myndir, sem teknar hafa verið af íslenzkum hreindýrum villtum.1) Fyrri för þeirra félaga var hafin frá Möðrudal á Fjalli og haldið þaðan inn undir Jökul, vestan Jökulsár á Brú. En síðari förin var hafin frá Reyðarfirði, eystra, og að öræfaferðinni lok- inni var haldið landveg heimleiðis, norður fjöll um Möðrudal, Grímsstaði og Mývatnssveit. — Jökulsdalsheiði, landflæmið mikla frá Möðrudalsfjallgarði austur að innstu daladrögum Vopnafjarðar og suður að efri hluta Jökulsdals, er að leggjast í eyði. Áður voru hér 15 heiða- býli alls, og mörg þeirra til skamms tíma. Var sauðf járrækt all- mikil á Heiðinni og lífvænlegt á marga vegu, þótt býli legðust í eyði öðru hvoru sökum eldgosa og hallæris. En sum þeirra risu þó upp á ný um hríð. Áður fyrr voru einnig hópar af hrein- dýrum á Heiðinni, en hurfu þaðan af manna völdum sem annars staðar. Mikið haglendi er í Heiðinni og víðlent, veiðivötn mörg og góð, veiði og veiðiskilyrði óþrjótandi. En fólkið hefir smám saman gefizt upp í lífsbaráttu sinni. Einangrun, fámenni, af- ]) Útgáfufélagið Norðri á Akureyri hefir í undirbúningi allmikla „hrein- dýra-bók“, sem koma á út í haust. Verður þar skýrt frá flestu því, sem um hreindýr er vitað hér á landi. Eru þar einnig frásagnir um ferðir þeirra félaga og árangur þeirra. Verður í bók þessari margt mynda af hreindýr- um, hreindýraslóðum o. fl. Höf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.