Stígandi - 01.07.1943, Síða 43

Stígandi - 01.07.1943, Síða 43
STÍGANDI FJÖLL OG FIRNINDI 33 skiptaleysi „hins opinbera“, — allt hefir lagzt á eina sveif með „mæðiveiki illra örlaga“. — „Sumarhús" — afsakið! Veturhús eru nú í eyði ásamt tólf öðrum heiðarbýlum, og eru nú aðeins tvö ein eftir: Sænautasel og Heiðarsel. Eru bændur beggja, gamlir menn og þreyttir, að þrotum komnir, — og svo leggjast þessi síðustu býli tvö í auðn! Er þetta ekki átakanlegur „heiðarhamur?“ Hér verður ríkið að taka í taumana, áður en það er um sein- an! Merkilegur þáttur í lífi þjóðarinnar er að líða undir lok, án þess að nokkuð sé gert til að semja þar nýjan þátt og glæsileg- an, sem þó væri harla auðvelt, ef skáldgáfa þjóðarinnar væri runnin úr frjómold hins lifanda lífs, en ekki pappírsgögn ein og hversdagslegt hrjósturlendi. — Hér gætu verið hlý og vistleg heiðabýli, traust og velbyggð, með velræktaðan túnblett og velhirtan, góða veiðikænu, fáeinar ær og — 200—300 hrein- dýra hjörð! Þá væri heiðabúunum vel borgið! Og lífið yrði þeim þroskavænlegur leikur í hæfilegri baráttu við eðlilega erfiðleika lífsins. — Nú liggur aðal-bílvegurinn til Norðurlands um Heiðina miðja. — Á hann þá aðeins að verða til þess að flytja síðasta heiðarbú- ann til grafar, — eða á sveitina? — Það væri sárari heiðar- harmur, en tárum taki!----------- Hreindýrin eru „útigangssauðir" íslendinga! Þau þurfa hvorki hús né hey. Þess vegna eiga þau heima á heiðarbýlunum, öllum öðrum fénaði fremur, því að þau eru sjálfkjörin iénaður fjalla og öræfa! — Á þetta hefi ég bent öðru hvoru í 20—30 ár, og ég mun gera það framvegis, meðan ævin endist, unz rödd hróp- andans nær að lokum eyrum „heimdalla“ þjóðarinnar! Til þess að framkvæmd verði hafin í þessa átt, þarf að breyta til hið allra bráðasta. Hreindýrin eiga ekki að vera „Dómsmála- tarfar og Kirkjumál-kýr“. Enda er það furðu einkennileg ráð- stöfun og dæmalaus.1) Hér verður Landbúnaðarráðuneytið að Hreindýrin — þessi vanrækta og vanmetna ríkiseign — hafa sætt furðulegum örlögum, síðan þeim var troðið upp á stjórnina fyrir fjórum árum. Lentu þau fyrst, — að visu af eðlilegum ástæðum, — í Viðskipta- ráðunejrtinu. Árið eftir var svo að sjá, sem væru þau komin til föðurhús- anna, í Landbúnaðarráðuneytið. Og mátti búast við, að þar fengju þau loks friðland. — En nú eru þau vistuð í Dóms- og Kirkjumálaráðuneytinu! — Vonandi á þó eigi fyrir þeim að liggja að lenda í Utanríkisráðuneytinu, því að þá kynni að vera hætta á að þeim yrði „skilað aftur“ til útlanda, — með lítilli þökk fyrir lánið! Höf.

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.