Stígandi - 01.07.1943, Side 54
44
SKOLLA-FAXI
STÍGANDI
sem tekið getur fram í, ekki eitt fuglskvak í allri víðáttunni á
milli slaghörpuleikarans og hásætis drottins.
Morguninn eftir hitti ég villimann. Hann sagðist vera vinnu-
maður hjónanna, sem byggju í kofanum, og að hann byggi í
hreysi skammt frá. Hann sagði, að þau væru búin að vera þar í
mánuð, að slagharpan hefði verið flutt á uxavagni út í óbyggð-
ina, og að hann — villimaðurinn sem við nefnum svo — færi í
kaupstað eftir nauðsynjum tvisvar í mánuði. Hann sagði mér
einnig frá eldinum. Villimaðurinn hafði verið að klifra upp úr
árgilinu, með vatnsfötu í hendinni, þegar hann varð eldsins var.
Að vísu var það aðeins reykurinn, sem hann sá, en þessir svörtu
piltar hafa haukhvöss augu. „Eftir lítinn tíma stór eldur“, sagði
hann. Svo skildi hann við mig, en ég hugsaði, hvað þessi maður
og þessi kona gætu verið að gera úti í óbyggðum Ástralíu með
slaghörpu og tónleika“.
Ég sneri mér snögglega að Vasonji og spurði: „Virðist yður
þögn ríkja í þessum mosavaxna bæ? Þér vitið ekki, hvað þögn
er! Umhverfis yður er sífelldur kliður. Dynur járnbrauta, mál-
æði kvenna og karla á kaffihúsum, bifreiðaskrölt og verksmiðju-
gnýr, en í landinu, sem ég er að segja yður frá, þar var ekkert
nema þögnin, og ein slagharpa. Þær börðust um _ völdin, en
Suður-Krossinn horfði rólegur á“. Ég sagði frá, hvernig ég hefði
reynt að komast hjá að heyra slaghörpuleikinn næsta kvöld.
---------„Það var ekki um að villast, að eldur var laus í skógin-
um, það var komið reykjarmistur í loftið, sem fór vaxandi, er á
kvöldið leið. Það var skógareldur á fimm til tíu mílna svæði. —
Ekkert til að óttast í svipinn, en bezt að vera við öllu búinn;
enginn gat sagt, hvenær vindstaðan breyttist, og ef eldurinn
læsti sig í kvoðutrén, þá var voði á ferðum fyrir þau, sem í kof-
anum bjuggu. Ég lét slaghörpuleikinn ekki trufla mig, meðan
dagsins naut, og er rökkvaði, gekk ég út á sléttuna, en tónarnir
eltu mig. Það var líkt og þeir legðu landið undir sig og heyrðust
hvar sem maður var staddur, og þetta kvöld var ég meira á valdi
tónanna en áður; nú voru þeir blandnir trega og ekka, þeir stigu
frá jörðu til himna, liðu frá stjörnu til stjörnu, og teiknuðu
myndir á bláar vegleysur himnanna. .
Ég sá hersveitir ríða um loftið: Riddara með glóandi stjörnur
á spjótsoddunum, þungvopnað fötgöngulið, sem hjó heil sólkerfi
í smáa hluti, en út úr skuggunum stigu svipir dáinna kvenna og
köstuðu á mig kveðju um leið og þær liðu og hurfu. Þvílíkan