Stígandi - 01.07.1943, Síða 55
STÍGANDI
SKOLLA-FAXI
45
slaghörpuleik hafið þér aldrei heyrt, af því að þér hafið aldrei
heyrt fulla þögn heldur sífelldan dyn, því að í Evrópu er ekki
til full þögn“. Ég tók mér málhvíld. — Ég varð þess var, að
Vasonji tautaði fyrir munni sér: Skolla-Faxi, talaði við sjálfan
sig um hann, og ég fór að fá ljósari hugmynd um hann en ég
hafði áður haft, og af sundurlausum orðum og setningum þótt-
ist ég skilja, að hann hefði verið hið mesta mannsefni. Gamli
maðurinn tautaði um frægð og allan þann auð, sem þeir hefðu
getað unnið sér með hljómleikum í stórborgum heimsins: Kan-
ada, Brazilíu, Ástralíu, Ameríku og Evrópu. — „Haldið þér
áfram“, sagði hann svo, „segið mér allt, sem þér vitið“. —„Þegar
slaghörpuleikurinn var að trylla mig, var hendi lögð á öxlina á
mér. Það var villimaðurinn. Honum var mikið niðri fyrir: „Eld-
ur kemur! Kemur fljótt!“ Ég leit í kringum mig, ég fann fljótt
brunalyktina úr skóginum. Vindurinn hafði breytzt, og eldurinn
stefndi á kofann. Hann var enn í nokkurra mílna fjarlægð, en
færðist óðum nær. „Gerðu þeim aðvart“, sagði ég við villimann-
inn. „Það þýðingarlaust. Hann bara spila. Hann ekki skilja neitt
annað en spila“.------
Þegar ég sagði Vasonji frá því, er næst gerðist, sá ég hana
eins og hún birtist mér í kofadyrunum stundu síðar, þegar ég
hafði lengi barið á hurðina. Hún kom með kertisstúf í hendinni,
hélt honum hátt og horfði á mig hreinum, bláum augum. —
Einu sinni sá ég mynd af her Atla Húnakonungs, þar sem hann
er á göngu sinni til Róma. í þeim her voru konur, sem minntu
á hana. Háar, bjarthærðar, brjóstamiklar, sterkar, en þó göfugar
útlits. Þykkar hárfléttur féllu niður axlir og brjóst, og þær báru
ungbörn eða hjálpuðu til að draga þunga flutningavagna. Ég
fór að lýsa henni fyrir Vasonji. — Eins og þess væri nokkur
þörf. — Hann sagði aðeins: „Marga! Marga!“ Ég hefði átt að
skilja, hvernig í öllu lá, en í ákafa og hita frásagnar minnar,
gleymdi ég því, er ég annars hefði mátt renna grun í.
„Þegar hún opnaði dyrnar, skall slaghörpuleikurinn í fang
mér með öllu sínu seiðmagni. Ég sá baksvip mannsins, er sat
við hljóðfærið. Miklar herðar og höfuð með flaksandi faxi af
dökkrauðu hári. — Fax, var eina orðið, sem hægt var að nota
um þvílíkt hár. — Svo hallaði konan hurðinni að stöfum og við
stóðum utanhúss, undir suðrænum næturhimni og hlustuðum
á brakið og súginn í skógareldinum, sem þá færðist óðfluga nær.
„Það er hætta á ferðum“, sagði ég við konuna. „Vindurinn