Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 61

Stígandi - 01.07.1943, Blaðsíða 61
STÍGANDI FRÚIN Á GRUND 51 Lítið kvaðst frú Valgerður hafa notið frændsemi sinnar við sýslumanninn hjá konu hans. Gekk hún að útivinnu og gætti búfjár, oft berfætt í kulda og bleytu, svo að nágrönnum blöskraði. Gáfu þá einhverjar góð- hjartaðar konur henni sokka og skó. Sagðist hún þá hafa heitið því að launa þeim síðar, ef hún hefði efni til, og einnig því, að hún skyldi aldrei bjóða nokkrum unglingi slíka ævi, ef hún ætti húsum að ráða, og þau heit hefði guð hjálpað sér að efna. Ung giftist hún einum mikilhæfasta lögfræðingi landsins, og skömmu síðar er hún orðin sýslumannsfrú í Eyjafjarðarsýslu — frúin á Grund. Þá var heimilið á Grund mannmargt, eins og oft síðar og fyrr. Þar var aðalsamkomustaður sveitarinnar, og þangað lágu leiðir flestra, sem um héraðið fóru. Unga frúin hafði um margt að hugsa, því að börnin voru mörg og lítill aldursmunur. En henni fataðist ekki heimilisstjórnin, og umhyggja hennar náði til allra, stærri og smærri. Þeir, sem heimilisfastir höfðu verið á Grund, vitnuðu æ síðan í orð og athafnir frúarinnar, þótt fáir hafi líklega gengið eins langt í því eins og bóndinn, sem verið hafði vinnumaður þar, en giftist síðan og fór að búa. Þegar kona hans ól fýrsta barn þeirra hjóna, kallaði hann til hennar: „Hljóðaðu hærra, Helga mín, hljóðaðu miklu hærra — hærra hljóðaði frúin á Grund“. Öllum kom saman um, að frúin á Grund hefði verið mjög glæsileg kona, stór vexti og virðuleg í framkomu. Hárið var alltaf mjög mikið. Hafði verið glóbjart framan af, en varð silf- urhvítt með aldrinum. Svipurinn var hreinn og tígulegur og augun óvenjulega gáfuleg og fögur. Var sem ljómaði úr þeim mannúð og mildi við hvern, sem hún talaði. Ekki var hún skart- klædd hversdagslega, því að hún gekk að heimilisstörfum sum- ar og vetur með dætrum sínum og vinnukonum, eftir því sem tími vannst til. Grannkonur hennar leituðu til hennar með vandamál sín. „Hún er eins og ein af okkur“, sögðu þær, en þær fundu, að hún var eitthvað miklu meira, því að hún gat hjálpað þeim og hughreyst þær, svo að þær fóru jafnan glaðari frá henni aftur. Sumir sögðu, að maður hennar væri á móti því, að hún hefði svo mikil afskipti af smælingjum sveitarinnar. Ekki veit ég um sönnur á því. Eg heyrði lítið talað um Gunnlaug Briem sýslu- mann annað én það, að hann hefði verið röggsamt yfirvald og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.