Stígandi - 01.07.1943, Page 65

Stígandi - 01.07.1943, Page 65
STÍGANDI FRÚIN Á GRUND 55 tignarsæti því, er henni var ætlað. Menn sögðu, að hún hefði gert það til að minna sjálfa sig á auðmýkt frammi fyrir guði. Frú Valgerður Briem andaðist 17. júlí 1872 94 ára gömul. Var hún jarðsett að viðstöddu fjölmenni í kirkjugarðinum á Grund. Hvílir hún þar við hlið eiginmanns síns og sonar, sem ásamt henni höfðu um hálfrar aldar skeið varpað frægðarljóma yfir hinn forna sögustað Grund í Eyjafirði. „Ek hefi þá metnaðargirnd at eiga inn bezta manninn ok inn göfugasta soninn með honum, er á Islandi mun fœðazk". Dalla ÞoTvaldsdóttir. „Ek var ung gefin Njáli, ok hefi ek því heitit honum, at eitt skyldi ganga yfir okkur bæði“. Bergþóra á Bergþórshvoli. „Ok skulum vit binda sár þeirra manna, er lífvænlegir eru, úr hvárra liði sem eru“. Halldóra Gunnsteinsdóttir. „Nú er mikit um sólskin ok sunnanvind, ok ríður Sörli í garð.“ Þórdís Guðmundardóttir. „Þeim var ek verst, er ek unna mest.“ Guðrún Ósvíiursdóttir. „Þat muntu hugsa, at þú munt þykkjast hafa gert meiri þoranraun en tala vit konur.“ Þorgerður Egilsdóttir. „Þú munt illa mæla eftir hann dauðan, er þú veitir honum eigi lifanda. En eigi skal ek þá annan ala son, ef þú selur þenna undir vápn.“ Kona Þorvarðs Höskuldssonar.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.