Stígandi - 01.07.1943, Síða 68
58
BJARNI STÓRHRÍÐ
STÍGANDI
Léttur í spori, hreinn og snyrtilegur gekk hann við hlið mér,
þreyttum og kolmórauðum af heyryki. Allt ryk settist að mér.
„Ójá, það var einu sinni draumur minn að verða læknir“, tók
Bjarni upp annars hugar, mældi Bröttuhjalla íhugulum augum
og varp öndinni lítilsháttar. Svo leit hann hálfkankvíslega á
mig, eins og hann læsi spurnir þær, sem flugu um hug mér, og
sagði: „Þakka þér fyrir dagsverkið, drengur minn, þú ert orðinn
þreyttur. Flýttu þér í háttinn, og njóttu svo vel sunnudagshelg-
arinnar". —
Daginn eftir var sama blíðviðrið. Það var þetta dásamlega
veður, sem stundum fylgir rakinni sunnanátt í dölunum hér
norðanlands. Sólin skein í heiði, örléttur sunnanandvari bærði
laufið á trjánum sunnan undir Hemingsstaðabæ, þrestirnir
léku í og yfir birkiskóginum í neðstu hlíðum Bröttuhjalla og
Vígi gamli lá móður af hita og vellíðan við fætur mér, þar sem
ég sat á garðbroti upp af bænum.
Eg man, að ég var búinn bezta skarti ungra manna þá, tár-
hreinni, hvítri Byronsskyrtu, sem svo var nefnd, og mig dreymdi
um vissa átján ára stúlku í ljósum sumarkjól með rauðu belti,
stúlku með ljósa, leikandi lokka, geislandi bros og dularfull
veðrabrigði í augum.
„Góðan daginn, gott er veðrið enn“, sagði Bjarni, sem kom að
í þessum svifum og settist á garðbrotið hjá mér. „Dásamlegt
veður“, svaraði ég og reyndi að vera skáldlegur og djúpsær:
„Það eru svona stundir, sem gefa lífinu fyllingu og unað og gera
það vert þess að lifa því“. „Þær eru góðar í og með, en það er
starfið, fyrst og fremst starfið, sem gefur lífinu gildi“, svaraði
Bjarni. „Það er harðrátt, ef það fær húsbóndavaldið yfir mönn-
um“, sagði ég. „Og friðsældin og kyrrlætið eru hættuleg, ef þau
komast í vana“, anzaði Bjarni. „En hann er þungur að bera
kross stritsins og áhyggnanna langa ævi“, þráaðist ég við. „Og
þó hafa örlögin oft komið þyngra höggi á þann áhyggjulausa
einmitt vegna þess, hvað þau hafa getað valdið honum snöggra
og óvæntra umskipta“, svaraði Bjarni alvarlega og horfði fjar-
hugulum augum yfir sólkyrra sveitina. Eg var hættur að hugsa
um átján ára stúlku í ljósum sumarkjól með rauðu belti og dul-
arfull veðrabrigði í augum. Eg fann að innri maður Bjarna stór-
hríðar var innan skothelgi minnar, og ég gekk umsvifalaust til
verks.
„Hvernig stóð annars á því, að þú hættir námi, Bjarni, og