Stígandi - 01.07.1943, Page 71
STÍGANDI
BJARNI STÓRHRÍÐ
61
minn urðum að skríða í f járhúsin, og hríðin ofboðsleg og blönd-
uð skara og möl, sem veðrið reif úr melunum uppi í heiðaröxlinni.
Við komum sjaldnast óblóðugir í andliti inn frá gegningunum
dagana þá. Ég segi dagana, því að þessi ofsi stóð samfleytt í
f jóra sólarhringa.
A fimmta degi stillti. Nú var jólaleyfi mitt senn liðið, og ég
flýtti mér að Bjargi til að kveðja Sólveigu. Ég var í dansandi
léttu skapi yfir heiðaröxlina, og mér fannst ég frjáls sem fugl,
er ég rann á flugaferð niður að Bjargi. Rétt innan við túnið
skriplaði annað skíðið mitt á harðspora, og ég stakkst á kaf í
mjúka fönnina og var lengi að krafsa mig upp, en ég hló og
hugsaði, að fall væri fararheill. Þegar kom í hlaðið á Bjargi, kom
gamall hundur lallandi á móti mér, hnusaði þegjandi að fótum
mínum, en gekk svo fram á hlaðvarpann, settist þar og rak upp
langdregið, ömurlegt spangól inn til heiðarinnar. í því kom
bóndinn út, og við heilsuðumst. „Hvar eru stúlkurnar?" spurði
hann svo. „Stúlkurnar?" endurtók ég. En svo þóttist ég skilja
skensið og sagði brosandi: „Það ert þú, sem felur stúlkurnar
fyrir mér.“ En bónda stökk ekki bros. „Það er þá ekkert að þeim,
fyrst þú ert svona kátur,“ sagði hann. „Að þeim?“ Eg fann ís-
kallt vatn hríslast niður um bak mér. „Komu þær Sólveig ekki
hingað á Annan?“ Bóndi sneri sér snöggt við: „Guð hjálpi þér,
maður, hvað segirðu? Ætlar þú að segja mér, að þær hafi lagt
hingað í bylnum?“ „Nei“, sagði ég, og tungan var sem föst við
góminn, „þær fóru góðri klukkustund fyrr en hann brast á, og
við töldum víst, að þær hefðu komizt hingað nokkru fyrir byl-
inn. Ég var í húsunum, þegar þær fóru, annars hefði ég fylgt
þeim“. Mér fannst bóndi horfa lengi, lengi á mig, þar sem ég
hallaðist magnstola upp við bæjardyraþilið. Svo heyrði ég rödd
hans eins og neðan úr gröf: „Hingað hafa þær ekki komið, við
héldum, að þær sætu í góðu yfirlæti hjá ykkur.“ Allt í einu datt
mér harðsporinn í hug, og það var sem svefn rynni af mér. Ég
sá bónda stara náfölan á mig, báðir hugsuðum við það sama:
Þær hafa villzt, sennilega inn á heiðar, og hvað þá?
„Við verðum að hefja þegar leit, kallaðu á piltana, ég fer hér
inn á heiðina“, og ég rauk af stað. Um tvö hundruð skrefum
innan við Bjargstúnið var harðsporinn, sem ég hafði hnotið um.
Hann var eftir lítinn kvenmannsfót, og það var eins og táfarið
bennti til heiðarinnar. Ég knúði skíðin og hraðaði mér inn hlíð-
arslakkana, inn og fram af Bjargi. Isköld skelfingin rak mig á-