Stígandi - 01.10.1943, Page 7

Stígandi - 01.10.1943, Page 7
STÍGAND.: Steindór Steindórsson irá Hlöðum: GRÓIÐ LAND Það hefir löngum verið sagt um íslendinga, að þeir væru fróð- leiksfúsir og gjarnir á að hnýsast í hin sundurleitustu fræði. Ein er þó sú fræðigrein, sem ekki hefir átt upp á pallborðið meðal þeirra, og er það náttúrufræðin eða ýmsar greinar hennar. Eink- um virðist mér kunnátta almennings í grasafræði vera harla lítil og í molum. Ekki er þó því að kenna, að hjálpargögn skorti til að nema eftir grasafræði, þar sem hin ágætasta handbók, Flóra ís- lands, hefir verið aðgengileg um fulla fjóra tugi ára. Þá hefir og grasafræði verið kennd í skólum landsins um langt skeið. F.n allt kemur fyrir ekki. Okkur mundi þykja það ófróður búandi, sem ekki kynni að gera mun á fjárhóp og hrossastóði, þar sem þarna væri um að ræða tvö af lians þörfustu húsdýrum, en ekki þykir tiltökumál, þótt hann viti engin deili á helztu fóðurgrösunum, er hann elur búpening sinn á. Sá íslendingur þætti og geysilega illa að sér, sem ekki gæti gert greinarmun ferskeytlu og fornyrðis- lags, en ekki þykir það tiltökumál um háskólagenginn mann, þótt eigi kunni hann mun að gera á stör og grasi. Hvernig á þessu stendur, skal ég ekki reyna að rekja sér, því að almennt munu ís- lendingar vera sæmilega athugulir, en athyglisgáfan er ein undir- staða þess að geta kynnzt náttúrunni til nokkurrar hlítar. En allt um þetta ætla ég að gera hér einn þátt íslenzkrar náttúru að um- talsefni á fræðilegan hátt. Enda þótt plönturnar séu staðbundnar, þá skipa þær sér saman í félög eða gróðurhverfi, eins og hver maður hefir séð, er augum rennir um gróið land. Og þótt gróðurþekking landsmanna hafi verið af skornum skammti, hafa gróðurlendi þessi hlotið föst nöfn. Að vísu mun aðgreining þeirra hafa meira farið eftir ólíkum staðháttum en gróðri. Mýrin er í hugum manna fast hugtak og eins mór og melur, þótt Jreir geri sér þess enga ljósa grein, liverju munar á íbúum þessara gróðursvæða, plöntunum. Eins og allar lifandi verur eru plönturnar háðar þeim lífsskil- yrðum, sem umhverfið býður þeim. Meðan landrýmið er nóg í

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.