Stígandi - 01.10.1943, Side 9

Stígandi - 01.10.1943, Side 9
STÍGANDI GRÓIÐ LAND 71 þess. Annars liafa ekki verið gerðar athuganir á því, hvort líparít- svæði landsins geymi nokkurn sérstakan gróður. Að loknum þessum inngangi skulurn vér athuga lítils háttar helztu gróðurlendi landsins og einkennistegundir þeirra. Það skal þegar tekið fram til glöggvunar, að orðin „norrænn" og „suð- rænn“ eru notuð hér í sérstakri merkingu. Norrænar eru þær teg- undir kallaðar, sem einkum eiga heima norðar á hnettinum en Island liggui', en hinar suðrænar. Þegar vér byrjum að skoða gróðurlendin, er réttast að ganga fyrst niður í fjöruna. Þar nær gróðurinn dálítið niður fyrir flæð- armálið. Hér verður þó að engu getið hins ótölulega grúa smá- særra svifplantna, sem berast um hafið með straumum og vindum. Af þeim er gnótt hér við land, og er hið auðuga dýralíf sjávarins við íslands strendur því að þakka. Fjörefnin, sem þorskalýsið geymir, liafa smáplöntur þessar skapað með hjálp sólarljóssins. Botngróður sævarins nær frá flæðarmáli og niður um 50 m. dýpi. Einstöku tegundir finnast þó neðar. En megingróðurinn nær þó ekki nema niður á 20—30 metra dýpi. Þegar svo langt kemur niður, er sólarljósið svo veikt, áð það nægir ekki nema fáum tegundum til þess að vinna kolsýru úr sjónum. Sægróðurinn er nær eingöngu þörnngar. Af þeirn vaxa margar tegundir hér við land, og eru sumar þeirra svo stórvaxnar, að þær skipta mörgum metrum á lengd. Þörungar eru rótlausir, en halda sér föstum við botninn með eins konar heftiflögum. Þess vegna vaxa þeir ein- ungis á föstum botni, steinum eða klettum. Eftir litnum er þör- ungum skipt í fjóra flokka, blágrœ11þörunga. grccnþörunga. brún- þörunga og rauðþörunga. Ekki vaxa þeir í hrærigraut hverir innan um aðra, heldur kemur þar fram greinileg beltaskipting. Efst í flæðarmálinu eru grænþörungar, og vaxa oft sk'ófir á stein- unum efst í því belti.Þá taka við bVúnþörungar, og er bóluþangið, sem hvarvetna þekur fjörusteinana, kunnast. Lengra úti eru rauð- þörungar og liinir stórvöxnu brúnþörungar, beltisþari, mariu- kjarni, hrossaþari o. fl. Allmikil not höfum vér af sægróðri, eink- um til sauðfjárbeitar. Sums staðar er og þari til áburðar og elds- neytis. Fyrrum voru sölin, sem eru rauðþörungur, eftirsótt til manneldis og goldin háu verði. Þóttu þau holl fæða og góð. Fjörugrös voru einnig höfð til manneldis. En erlendis eru þör- ungar notaðir til joðvinnslu, og fleiri not mætti af þeim hafa, ef kunnátta væri fyrir hendi. Er ekki ósennilegt, að þar mætti skapa nokkra tekjulind og auka á fjölbreytni í framleiðslu vorri.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.