Stígandi - 01.10.1943, Síða 13
STÍGANDI
GRÓIÐ LAND
75
mýrum eru: mýrelfting, túnvingull, fjalldrapi og bláberjalyng.
Oft eru gróðurhverfi mýrarinnar kenncl við þá tegundina, sem
mest ber á, og tala menn þá um starungsmýri, elftingarmýri, við-
armýri o. s. frv. Helztu blómjurtir, er mýrina skreyta, eru auk
engjarósarinnar: Hrafnaklukka, með Ijósfjólubláum eða hvítunr
blómklösum. Hún blómgast snemma, og gætir hennar oft mikið.
Mýrasóley er með hvítum blómum og dunurtir með rauðum.
Sérstakt gróðurlendi, sem telst til votlendis, eru dýin. Þar er gul-
grænn dýjamosi aðalgróður. Sjást dýin því oft langt til, einkunr í
fjallahlíðum. Svalt uppsprettuvatn leikur sífellt um gróðurinn
og veldur því, að fáar blómplöntur fá dafnað þar. Algengustu
tegundir dýjanna eru lindadúnurt, senr oft er í þéttunr skúfunr,
stjörnusteinbrjótur og lœkjafrœhyrna.
Votlendi er víðlent hér á landi. Svo lrefir verið talið, að nálægt
8—10% af öllu yfirborði landsins sé votlendi, og ekkert óræktað
gróðurlendi lrefir verið og er enn til jafnmikilla nytja og það, því
að nrestur hluti alls útlreys er fenginn af votlendi.
Þar sem nrætist votlendi og þurrlendi, lrvort lreldur það er mór
eða valllendi, skapast oft sérkennilegt lendi nreð blendingsgróðri
beggja nágrannalendanna, en oft ber þar nrjög á dökkgrænum
hrossanrí/flíbreiðunr. Lendi þetta lrefir verið nefnt jaðar.
Þá skulunr við litast unr í mólendinu. Það liggur ætíð nokkru
hærra en mýrlendið á hólum, ásunr og rinrunr. Oft er það kallað
lrinu forna skógarheiti holt. Þar felst ef til vill vísbending um
það, að til forna, er forfeður vorir nánru landið, lrafi þar vaxið
skógur. Mólendið er oftast þýft og venjulega stórþýft. Skapast þá
í því tvenns konar gróður. .4 þúfnakollunum, senr ætíð eru áveðra
og snjólausir að nrestu á vetrunt, vaxa harðgerðar, norrænar teg-
undir. Helztar þeirra eru þursaskegg, móasef og grasvíðir. Tvær
lrinar fyrst töldu gefa nrólendinu einkennilegan móbrúnan svip.
Lftan í þúfununr, þar senr ögn er skýlla, vaxa lyngtegundir, krœki-
lyng og bláberjalyng, fjalldrapi, gráviðir og loðviðir, en grasteg-
undir og blómjurtir ýnrsar í láutum. Að vísu eru nrörkin ekki
glögg, en lrér er getið einkennistegunda á hverjum stað. Annars
eru það runnarnir, senr skapa aðalsvipnrót mólendisins. Vex þá
oft ein runnategund á stóru svæði svo nrjög, að lrún yfirgnæfir
allar hinar. Fær þá mólendið nafn af lrenni, og er talað unr hris-
móa, beitilyngs-, krœkilyngs-, bláberjalyngs- eða rjúpnalaufsmóa.
Eru lrinir síðastnefndu oft hvítir tilsýndar á vorin, þegar holta-
sóleyjan, blóm rjúpnalaufsins, er í blónra. Beitilyngsmóarnir lit-