Stígandi - 01.10.1943, Side 17

Stígandi - 01.10.1943, Side 17
STÍGANDI GRÓIÐ LAND 79 skógsvarðarins. Á Vestfjörðum þekja oft breiður af hinum undur- fagra burkna, þrílaufungnum, skógsvörðinn. Þar sem kjarr er raklent, eru oft hin fegurstu blómstóð, og þar sem skógur er all- hár og grisjaður, er skógsvörður oft þakinn blómskrýddum vall- lendisgróðri. Algengust grös í skóglendi eru ilmreyr, bugðupunt- ur, runnasveifgras og hálíngresi. Það mun naumast þurfa að geta þess, hversu viðkvæmt kjarrið er fyrir illri meðferð af hendi mannanna. Svo örðug er lífsbarátta skóganna hér á landi, að mjög á skógurinn torvelt með að endurnýja sig, ef hann hefir á annað borð verið felldur. En ekki má gleyma því, að iðin liefir sauð- kindin verið að bana nýgræðingi þeim, sem vaxið liefir upp af hinum stráfelldu skógarsvæðum. Ljósust vitni þessa eru víðlendar góðsveitir, sem nú eru skóglausar með öllu, en liafa til forna verið alklæddar skógarskrúða. Þá skal að lokum rætt um örœfa- og melagróðurinn. Sumum mundi liafa þótt eðlilegast, að fyrst hefði verið gerð grein fyrir lionum, því að í fyrndinni, þegar gróðurinn hóf að nema landið, hefir öræfa- og melagróðurinn verið fyrsta gróðurstigið. En líta má einnig á hitt, að verði lífsskilyrði óhagstæð liinu gróna landi, svo að uppblástur og ofþurrkur fái unnið sín skemmdarverk, þá verður endirinn sá, að gróðurlendið breytist í blásinn mel. Sjást þess víða skýrust merkin í liinum fornu skógahéruðum. Þegar mennirnir höfðu svipt landið skógarklæðunum, tók uppblástur- inn við og fletti brott skógsverðinum, svo að blágrár melurinn stendur nakinn eftir. Fái hann notið friðar, fer að vísu svo, að hann klæðist gróðri, og má sjá þess ljósust merki á sumum sand- græðslusvæðum landsins. Eitt fyrsta stig öræfagróðursins má telja klappir og steina. Þótt þau sýnist nakin, eru þau oftast klædd lagi af mislitum skófum, en mjög er því misskipt, hverjum þroska sá gróður nær. Oft skefst hann brott af sandfoki eða skrælnar í þurrki, og góðum þroska nær skófnagróðurinn ekki nema jrar, sem nokkur raki er í lofti og allúrkomusamt. Einhver mesta ördeyða lands vors önnur en jöklarnir eru fok- sandarnir. Ein er þó sú tegund plantna, sem hvergi nær veruleg- um þroska nema í roksandi. Það er melurinn. Hann vex á víð- lendum flesjum á söndum, bæði úti við sjó og inni á öræfum. Með rótum sínum og stönglum heftir melurinn sandfokið, og hleðst sandurinn utan um melskúfana, svo að þar skapast allháir hólar. Eru melalöndin því lengstum allóslétt yfirferðar. En mikil hvíld

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.