Stígandi - 01.10.1943, Side 18

Stígandi - 01.10.1943, Side 18
80 GRÓIÐ LAND STÍGANDI er það auganu, þegar farið hefir verið langa leið um auða sanda, að finna, þótt ekki sé nema fáeinar melþúfur, þar sem þessi harð- gerða planta býður hinum grimmustu eyðingaröflum birginn. Svo sem kunnugt er, hafa mennirnir tekið melinn í sína þjónustu til að hefta sandfok og bjarga með því heilum byggðum frá eyð- ingu. Á eyrum meðfram ám er oft allmikill gróður. Þar vex meðal annars eyrarósin, ein glæstasta skrúðjurt landsins. Varpa blóm hennar oft rósrauðum blæ á gráar eyrarnar á stórum svæðum. Langmestur hluti öræfagróðursins er hinn svonefndi melagróð- ur. Honum er alls staðar sameiginlegt, að gróðurtopparnir eru strjálir og yfirborðið þakið steinum, stórum eða smáum. Melarn- ir eru oftast fremur snjóléttir og jarðvegur þeirra heldur illa vætu. Plöntur Jrær, sem á melunum vaxa, eru því þolnar bæði gegn þurrki og kulda. Langflestar tegundirnar eru norrænar. Oft ber allmikið á mosum og skófum. Sviplíkir eru melarnir á lág- lendi og hálendi. Þó vaxa fleiri tegundir á láglendismelnum en til fjalla. Allmargar tegundir vaxa á melum. Má þar fyrst nefna lambagras og blóðberg. Af blóðberginu leggur sterka angan og þótti það fyrrum hin bezta drykkjurt. Þá eru holurt og frœliyrna algengar tegundir á melum. En framar öllu má telja steinbrjót- ana. Flestir þeirra eru með hvítum blómum, en þó er vetrar- blómið nteð rauðu blómi. Er það allra plantna fyrst til þess að breiða út blóm sín á vorin, jafnskjótt og snjóa leysir. Helztu gras- tegundir melanna eru blásveifgras, sauðvingull og lógresi. Vestan- lands er melasólin helzta einkennistegund melanna. Eru hin gulu blóm hennar ltöfuðprýði þeirra. Ef láglendismelurinn fær notið friðunar um liríð, breytist hann oft í mólendi eða valllendi. Hins vegar er þess naumlega að vænta, að háfjallamelarnir breyti um gróðursvip, nema gagngerð breyting yrði á loftslagi. Ég hefi þá reynt að stikla á stærstu steinunum í lýsingu á ís- lenzkum gróðurlendum. Eins og lög gera ráð fyrir, verða svo fjölþættu efni engin fullnaðarskil gerð í stuttri tímaritsgrein, en þess vænti ég, að yfirlit þetta geti gelið lesandanum nokkra hug- mynd um fjölbreytni hins gróna lands, og það, að það sé ómaksins vert að verja nokkurri stund til að kynna sér leyndardóma þess. Akureyri, 25. nóv. 1943. Steindór Steindórsson frá Hlöðum.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.