Stígandi - 01.10.1943, Page 19

Stígandi - 01.10.1943, Page 19
STÍGANDI Halldór Halldórsson: UM MÁLVÖNDUN Þá væri ekki úr vegi að athuga, hvað það er, sem kallað er vandað mál. Eg hefi áður vikið að því, að mjög er títt, að menn þrátti um ýmis orð eða orðatiltæki, hvort þau séu „rétt“ eða ekki. En oft eru slíkar deilur fánýtar og fávíslegar. Venju- lega eiga þær rætur að rekja til héraðadrambs og fjórðungarígs, en eru ekki sprottnar af ást á tungunni. Mið slíkra deilna er þess vegna að jafnaði ekki það að komast að réttri niðurstöðu, enda: verður sjaldan nokkur niðurstaða. Hvor aðili situr eftir sem áð- ur við sinn keip. Og oft er því þannig farið, að báðir hafa rétt til þess. Menn verða ávallt að hafa það hugfast, að málið fylgir engum stærðfræðilegum reglum. Þar er oft ekkert annað-hvort — eða, heldur bæði — og. Málið er beygjanlegt og sveigjan- legt. Oft eru til tvö eða fleiri orð yfir sama eða svipað hugtak, og oft og einatt má raða orðunum í setningunni á fleira en einn veg. Og um fram allt verða menn að minnast þess, að málið er sífellt á breytingaskeiði. Þessar breytingar eru margoft óhjá- kvæmilegar og nauðsynlegar, en það er óheppilegt, að þær séu hraðar, eins og ég mun nú rökstyðja nánar. Eftir því sem breyt- ingar málsins eru minni, höldum við órofnu sambandi um lengri tíma. Vegna þessa verður unnt að lesa bókmenntir frá fleiri liðnum öldum en ella á nákvæmlega sama málstigi og þær voru skráðar. íslendingum er þetta alveg ómetanlegt, þar sem bók- menntir þeirra náðu mjög miklum þroska svo snemma á öld- um. Okkur væri íslendingasögurnar ekki jafnkærar, ef við gæt- um ekki lesið þær á því máli, sem þær voru skráðar á, heldur þyrfti að breyta máli þeirra, eins og nú er reyndar farið að tíðk- ast til þess að dekra við smekk smekkleysingjanna og þeirra, sem lesa bækur sér til hvíldar.1) Við gætum ekki heldur notið J) Eg get ekki stillt mig um að geta þess hér neðanmáls, að nýlega átti ég tal við tigna frú úr Reykjavík, sem sagði mér, að sér hefði aldrei þótt eins gaman að Laxdælu og þegar hún las hana i útgáfu H. K. L., af því að hún hefði þá verið svo fljót að lesa hana. í sömu andránni kvartaði þessi 6

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.