Stígandi - 01.10.1943, Side 21

Stígandi - 01.10.1943, Side 21
STÍGANDI UM MÁLVÖNDUN 83 ur hefir verið vikið að. En hugtakið „rétt“ er siðfræðilegt, og „rétt mál“ verður því ekki skilgreint á málfræðilega vísu, heldur eftir þeim meginreglum, sem menn koma sér saman um að fara eftir um málvöndun. En einmitt af þessum sökum verður hug- takið mjög óskýrt. Ef líkingunni við siðfræðina er haldið áfram, verður málið þá nokkru ljósara. Góð hegðun er til dæmis fólgin í því að halda venjur, sem viðurkenndar eru af flestum eða að minnsta kosti þeim, sem taldir eru skara fram úr um siðprýði. A sama hátt mætti segja, að notkun rétts máls væri fólgið í því að fara eftir viðurkenndum reglum um málfar. Málbreytingar þurfa þannig að hafa hlotið viðurkenningu nógu mikils fjölda og þó sérstaklega þeirra, er taldir eru bera gott skyn á mál, til þess að teljast réttmætur. í latnesku máltæki er svipuð hugsun orðuð á þessa lund: Communis error facit jus, en það merkir á íslenzku: sameiginleg villa veitir réttinn. En þá má endalaust deila um, hvenær villan er sameiginleg og hverjum hún þarf að vera sameiginleg. Ég myndi vilja viðurkenna réttmæti ein- hverrar breytingar fyrir einhvern landshluta, ef mikill meiri- hluti alls fólksins í þessum landshluta hefði tekið breytinguna upp. En þar með er ekki sagt, að nauðsyn reki nokkra aðra landshluta til þess að herma breytinguna eftir. Ég skal taka dæmi máli mínu til stuðnings. Á Vesturlandi er alþýðumál að segja: Ég þori því ekki. Á Norðlendinga orkar þetta sem am- baga, því að þeir segja: Ég þori þaö ekki. En þetta myndi á sama hátt vera talið málleysa á Vestfjörðum. Hvorir hafa nú rétt fyrir sér? Ef þetta er athugað í fornum ritum, kemur í ljós, að norðlenzkan er upprunalegri. En er hún að réttari? Ég sé ekki rök fyrir því. Ég þori því ekki er orðið sameiginleg villa um Vestfjörðu, og það veitir réttinn, eins og þegar hefir verið tekið fram. Hvort tveggja er því jafnrétt, annað er vestfirzka, en hitt norðlenzka. En nú skal ég taka annað dæmi til þess að útskýra, hvað er „rangt mál“. Bæði hér nyrðra og víða annars staðar á landinu segja sumir: Mér langar svo mikið í vatn að drekka. Er þetta rétt mál? Því fer fjarri. Og ástæðan til þess er sú, að það hefir hvergi hlotið almenna viðurkenningu sem rétt mál. Mikill hlua þjóðarinnar í öllum landsfjórðungum finnur, að þetta stríðir gegn málkennd hans, mönnum finnst þetta vera málvilla, og meðan svo er, getur þetta ekki talizt sameiginleg villa og hefir því engan rétt á sér. 6*

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.