Stígandi - 01.10.1943, Page 30
92
Á FORNUM SLÓÐUM STÍGANDI
Þetta er annað þó en forSum,
það ég skil ei neitt.
Sýnist allt í sömu skorðum,
samt er eitthvað breytt.
Því, sem bar á bernskugóma,
brátt vér gerðum skil,
milli gráts og hláturshljóma >
harla lítið bil.
Nú er allt með sönnum sóma,
sjálfum oss í vil.
En grunntónn fornra æskuóma
ekki lengur til.
Þótt vér hefjum leiki létta
lifs með gleðibrag
út um Sand og suð'rum Kletta
saman hér í dag,
máske strax á miðjum degi
mundu þyngjast spor:
Með í leiknum eru eigi
orðin hjörtu vor.
— Sólskin yfir legi og láði,
logar hafsins skaut.
Það, sem heitast hér ég þráði,
horfið er á braut.
Þegar lindin þúsund tára
þorrin löngu er,
klökku hjarta æskuára
allir glötum vér.