Stígandi - 01.10.1943, Side 33
STÍGANDI
VONBRIGÐI
95
ég hefi umgengizt þau frá æsku, og þau hafa gert mig einmana,
óhamingjusaman og dálítið undarlegan, því neita ég ekki.
Hvernig ættuð þér að skilja mig strax, herra minn? Ef til vill
munuð þér gera það, ef ég má biðja yður að hlusta á mig í tvær
mínútur. Því að þetta er fljótsagt, ef hægt er að segja frá því.
Látið mig geta þess, að ég ólst upp í mjög lítilli borg á afar
hreinlátu prestsheimili, þar sem ríkti gamaldags, ofstækiskennd
bjartsýni lærdómsmannsins, og þar sem maður andaði að sér hinu
einkennilega andrúmslofti klerklegrar mælskulistar, — þessara
stóru orða yfir gott og illt, fallegt og Ijótt, sem ég hata svo heitt,
af því að þau, ef til vill Jrau ein, eiga sök á þjáningum mínum.
í mínum augum fólst lífið beinlínis í stórum orðum, því að ég
Jrekkti það að engu nenia hinu geysimikla, óraunverulega hug-
boði, sem þessi orð vöktu hjá mér. Af mönnunum vænti ég mér
guðlegrar gæzku og djöfullegrar mannvonzku. Af lífinu vænti ég
mér dásamlegrar fegurðar og skelfilegrar andstyggðar, og losta-
kennd löngun eftir öllu Jjessu gagntók mig, djúp, kvíðafull þrá
eftir liinum mikla veruleika, eftir æfintýrinu, hvernig svo sem
það væri, eftir hinni áfengu, dýrðlegu gæfu og hinum ólýsanlegu,
óhugsanlega hræðilegu Jjjáningum.
Ég minnist, herra minn, með raunalegri nákvæmni fyrstu von-
brigðanna í lífi mínu, og ég bið yður að taka eftir því, að þau
voru ekki fólgin í því, að falleg von brygðist, heldur í því, að ó-
gæfa dundi yfir. Ég var næstum því enn barn að aldri, er eldur
kom um nótt upp í húsi foreldra minna. Eldurinn hafði breiðzt
laumulega út og lævíslega, litla húshæðin var alelda alt að her-
bergisdyrum mínum, og ekki vantaði heldur mikið á, að stiginn
stæði í björtu báli. Ég var sá fyrsti, sem tók eftir þessu, og ég man,
að ég þaut um húsið, um leið og ég hrópaði í sífellu þessi orð:
Nú brennur! Nú brennur! Ég man glöggt þessi orð, og ég man
einnig, hvaða tilfinning fólst á bak við þau, enda þótt ég hafi Jrá
ef til vill naumast gert mér hennar grein. Þetta er eldsvoði, — sú
tilfinning greip nrig, — nú reyni ég hann! Er hann ekki verri? Er
þetta allt og sumt? —
Guð veit, að Jretta voru engir smámunir. Allt húsið brann, við
komumst öll nauðulega úr mesta háska, og ég sjálfur fékk veru-
leg brunasár. Einnig væri rangt að segja, að hugmyndaflug mitt
hefði orðið á undan atburðunum og dregið upp í huga mér
skelfilegri mynd af húsbruna hjá foreldrum mínum. En óljós
grunur, formlaust hugboð um eitthvað miklu ógurlegra hafði