Stígandi - 01.10.1943, Síða 34

Stígandi - 01.10.1943, Síða 34
96 VONBRIGÐI STÍGANDI búið í mér, og í samanburði við það virtist mér veruleikinn dauf- ur. Eldsvoðinn var fyrsti mikli viðburðurinn í lífi mínu. Með honum var von um eittbvað hræðilegt að engu gerð. Óttist ekki. að ég muni halda áfram að skýra yður frá von- brigðum mínum í einstökum atriðum. Ég læt mér nægja að segja, að háskalegur lestur óteljandi bóka nærði vonir mínar urn lífið: lestur skáldanna. Ó, mér hefur lærzt að hata þau, þessi skáld, sem rita sín stóru orð á alla veggi og helzt vildu letra þau með glóð Vesúvíusar á sjálft liiminhvolfið, — því að ég get ekki gert að því, að mér finnst sérhvert stórt orð vera lygi eða háð! Heilluð skáld hafa brýnt fyrir mér, að málið sé fátækt, ó, að það sé fátækt, — ó, nei, herra minn! Málið er auðugt, finnst mér, það er firna auðugt samanborið við fátækt og takmörkun lífsins. Þjáningunni eru takmörk sett: hinni líkamlegu með yfirliðinu, hinni sálarlegu með sl jóleikanum, — því er eins varið með gæf- una! En hin mannlega frásagnarþörf ltefur fundið upp orð, sem ljúga út fyrir jressi takmörk. Á ég sök á Jressu? Smjúga áhrif vissra orða aðeins mér þannig gegnum merg og bein, að ]>au veki hugboð um viðburði, sem alls ekki eru til? Ég bef gengið út í bið rómaða líf, fullur Jressarar löngunar eftir einhverju, einhverjum viðburði, sem samsvari ltinu sterka Itugboði mínu. Guð sé mér náðugur, mér hefur ekki hlotnazt Jrað. Ég hef liakkað til þess að sjá Irægustu héruð jarðarinnar, til Jress að ganga fram fyrir Jrau listaverk, sem mannkynið veg- samar með stærstu orðunum, ég hef staðið frannni fyrir Jreim og sagt við sjálfan mig: Þetta er fallegt. Og samt: Er Jrað ekki fall- egra? Er þetta allt og sumt? Ég hef engan skilning á staðreyndum. Það skýrir ef til vill allt. Einhvers staðar í heiminum uppi í fjöllum stóð ég við djúpa, þrönga gjá. Gjárbarmarnir voru gróðurlausir og lóðréttir, og niður í fossaði vatnið fram yfir ruðningssteina. É.g leit þangað niður og hugsaði: Hvernig skyldi Jrað vera, ef ég steyptist niður? En ég hafði næga reynslu til að svara mér sjálfur. Ef Jrað skeði, mundi ég segja við sjálfan mig, meðan ég væri að hrapa: Nú hrapar þú, nú er |>að staðreynd! Hvað er ]>að nú eiginlega? Vil jið þér trúa mér, að ég hafi reynt tióg til }>ess að mega leggja orð í belg? Fyrir mörgum árum unni ég stúlku, viðkvæmri og yndislegri veru, sem ég gjarna hefði kosið mér fyrir lífsförunaut og skjólstæðing. En hún unni mér ekki, það var engin furða, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.