Stígandi - 01.10.1943, Page 36
98
VONBRIGÐI
STÍGANDI
Það er hugðarefni mitt, að horfa á stjörnuhimininn að nætur-
lagi, því er það ekki bezta leiðin til að gleyma jörðinni og lífinu?
Og er það ekki ef til vill afsakanlegt, að ég læt mér hugleikið um
að varðveita að minnsta kosti hugboð mitt? Að dreyma um end-
urleyst líf, Jrar sem veruleikinn samsvarar hinu mikla hugboði
mínu, án þess að eftirskilja hin Jrjakandi vonbrigði? Að dreyma
um líf, þar sem enginn sjóndeildarhringur er til? —
Mig dreymir um þetta, og ég býst við dauða mínum. Ó, ég
Jiekki hann, dauðann, Jregar svo vel, Jressi síðustu vonbrigði!
Þetta er dauðinn, mun ég segja við sjálfan mig á hinzta augna-
bliki, nú reyni ég hann! Hvað er það nú eiginlega?
En það er orðið kalt á torginu, herra minn, ég er fær um að
finna það, he, he! Ég bið yður innilega að minnast mín. í guðs
friði!