Stígandi - 01.10.1943, Page 37
STÍGANDI
Sigfús Jónsson:
FERÐASÖGUBROT
Þar skal þá fyrst koma máli okkar, að lengi höfðum við látið
okkur dreyma um ferðalag til Suðurlands, en nú skyldi sá draum-
ur verða vökudraumur.
Þess er rétt að geta, áður en lengra er farið, að þessir „við“ er-
um fjórir Akureyringar: Edvard Sigurgeirsson, Sigfús Jónsson,
Stefán Sigurðsson og Lárus Eggertsson. Bílstjóri okkar í þessari
ferð var Ari Jóhannesson.
Ög 9. ágúst á því herrans ári, sem nú er að líða, lögðum við af
stað. Við höfðum kappkostað að útbúa okkur með allan farar-
reiða til útilegu, og var því all-þröngt í bifreiðinni strax í upp-
hafi, en þó þrengra, er Lárus bættist í hópinn í Reykjavík, en
þangað var hann kominn á undan okkur.
Ekki skal dvalið frekar við ferðalagið til Reykjavíkur, sú leið er
svo fjölfarin og alþekkt. Og ekki ætlum við heldur að gera dvöl
okkar í Reykjavík að umtalsefni. — Nei, við ökum undir heiðum
himni og skínandi sól austur yfir Hellisheiði.
Þess má geta nú þegar, að veðrið var hið ákjósanlegasta ferðina
á enda. í þetta sinn lét veðrið ekki á sér sannast þá miður vin-
gjarnlegu kenningu, að það líkist um hverfulleik kvenfólkinu
og stríðsgæfunni. Okkur reyndist það glaður og ósýtinn ferða-
félagi.
En riú erum við í Hveragerði. Hér er það, sem listamenn okkar
og skáld, og reyndar stjórnmálámenn líka, reyna að halda á sér
hita urn hásumarið. Hér er það, sem kunnáttumenn með aðstoð
jarðhitans breyta íslenzku „gerði“ í aldingarð.
Hér finnst okkur, að samtíðin sé þó að leggja einn stein í þá
undirstöðu, sem framtíð íslenzkra byggða verður að hvíla á.
Hér hittum við mann einn skeggjaðan mjög, og kom okkur sá
kunnuglega fyrir sjónir. Enda fór svo, að við kenndum þar gaml-
an kunningja og góðan, Lárus Rist, leikfimikennara, sem nú er
sundlaugarstjóri í Hveragerði.
Við ókum áfram austur blómlegar sveitir. Nöfnin þekkjum
7*